Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 43
43
mjög útaf því, að kona hans vildi vera kóngur. þegar
hann koni ofan að sjónnm, þá var hann allur grásvartnr
og ólgaði frá grunni. Nam þá fiskimaður slaðarog kvað:
„Róa, róa fram í fiskisker,
flóki þar við bolninn er,
kelli mín vill eitt, en eg
annan hygg á veg.“
„Hvað vill hún þá?“ spyr fiókinn. „Æ!“ svaraði
maðurinn, „hún vill vera kóngur.“ „farðu heim!“ sagði
flókinn, „hún er það nú þegar.“
Nú gekk fiskimaðurinn heim og kom til hallarinnar,
og var þar fjöldi hermanna, lúðrahljómur mikill og bumbu-
slátlur. Kona hans sat í rismiklu hásæti, er gjört var
af gulli og demöntum, og hafði hún gullkórónu á höfði;
stóðu til beggja handa henni sex ungar meyjar, og var ein
jafnan höfði hærri en önuur. „Æ!“ sagði maðurinn,
„ertu nú kóngur?“ „Já!“ sagði hún, „eg er kóngur.“
Virti hann hana þá fyrir sér um stund og mælti: „Æ,
kona! en hvað það fer þér vel að vera kóngur; nú skulum
við ekki heldur óska okkur meira,“ „Nei, nei, tnaður!“
sagði konan, „mér þykir of langt að bíða — eg þoli ekki
við; úr því eg er orðin kóngur, þá hlýt og fyrir hvern
mun að verða keisari “ „Æ, kona!“ sagði maðurinn, „til
hvers viltu verða keisari?“ „farðu undireins til flókans,
maður!“ inælti hún, „eg vil vera keisari.“ „Æ, kona!“'
ansaði maðurinn, „hann getur ekki gjörl úrþér keisara, og
eg gel ekki fengið af mér að biðja liann þess.“ „Eg er
kóngur,“ sagði konan, „og þú ert maðurinn minn. Earðu
undireins, segi eg.“ Fer fiskimaðurinn nú á stað og segir
við sjálfan sig á leiðinni: þetta fer aldrei vel, — vera