Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 44
44
keisari, það tekur í hníikaua. Flókinn verður seinast
leiður á þessu.“ Kom hann nú ofan að strðndinni og var
sjórinn svarlur og gruggugtir, svipaði kastvindi yfir og
brasl á vindgráð; kvað þá fiskimaður;
„Róa, róa fram í fiskisker,
flóki þar við botninn er,
kelli min vill eitl, en eg
annan hygg á veg.“
„Hvað vill hún þá?“ spurði flókinn. „Æ!“ sagði
hann, „konan mín vill vera keisari.“ „Farðu heim,“ sagði
flókinn, „hún er það nú þegar.“
Fiskimaður sneri því næsl heimleiðis, og er þangað
var komið, sá hann konu sína sitjandi á geysiháum veldisstól;
var stóllinn úr gulli og samgjörfingur; bar hún stóra
kórónu á höfði, fyrir víst tveggja álna háa; til beggja
handa henni stóðu varðmenn og var einn jafnan höfði
minni en annar; fór röðin þaonig smámínnkandi, byrjaði
á fjarskaháum jötni og endaði á minnsla dverg, er ekki
var stærri en mannsfingur. Stóð umhverfis hana fjöldi
greifa og fursta; fiskimaðurinn gekk fram fyrir hana og
mælti: „Erlu nú keisari, kona!“ „Já!“ sagði hún, „eg
er keisari.“ „Æ, kona!“ sagði maðurinn og einblíndi á
hana, „mikill fögnuður er það, að þú ert orðin keisari.“
þá sagði konan: „Hvað ertu að hýma þarna, maður, og
góna með hendurnar fyriraptan bakið; úr því eg er orðin
keisari, þá vil eg líka verða páfi.“ „Æ, kona!“ sagði
maðurinn, „því viltu vera páfi? það er ekki nema einn
páfi í allri kristninni.“ „Eg vil vera páfi,“ ansaði konan,
„og það í dag.“ „Nei, kona!“ segir maðurinn, „hann
getur ekki gjört þigaðpáfa; það fer aldrei vel.“ „Hvaða