Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 65
65
Vér kveiktum nú í nokkrum þurrum kvistum, og
skoðaði eg sárin svo vel sem eg gat við eldsbirtuna. Ben-
Sarah var riflnn bæði á kviðnum og síðunni svo hræðilegt
var að sjá. Lærið var bilið í gegn á fjóruni stöðum og
•»
tannaför sáust á höfðinu. Eg hafði ekki gefið Ijóninu líma
til að mola höfuðið á milli kjálka sinna. En allt um
það, þá var auðsætt, að öll lífs von var liðin.
Vér bjuggum til börur úr bissum vorunt og bárum
hann burt. Að þremur dögum liðnuin fór eg burt úr
bygðarlagi þessu, og þá lá hann enn í andarslitrunum og
enginn vænti honurn lífs.
það er einnig trú á meðal Araba, að þeim manni batni
aldrei, sem særður er af Ijóni.
Atta dögum síðar var mér sagt að Ben-Sarah væri
dáinn.“
þannig var frásaga Gérards, nema hvað hún kann að
hafa dofnað í mínum penna, því eg er hræddur um, að
mér hafi eigi lekizt að gjöra hana eins áhrifamikla og
minnilega fyrir lesandann, einsog hún varð oss, er heyrðum
hana af munni hinnar þjóðkunnu veiðihetju.
ENGLENDINGURINN HANS GARÍBALDI.
1 bók þeirri er Alexander Dumas hefir ritað um kynn-
isveru sina hjá Garibaldi, finnst á meðal annars sögukorn
það, er nú skal greina:
Einn dag sat eg hjá Garibaldí, ásamt nokkrum vinum
minum. þá heyrði eg að kallað var: „Englendingurinn er
Ny Sumargjöf 1865. 5