Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 66
66
kominn“. „Hvaða Englendingur?“ spurði eg. „Englend-
ingurinn hans Garíbaldí“, var mér svarað. Eg æpti við
af fögnuði, út af því að fá að sjá þenna mann. Rélt á
eptir kom inn maður hár vexli og skarpleilur, hann var
snareygur mjög og hafði grátt skegg, er lafði niður á
bringu. Hann hafði á að gela fimm um fimtugt eða nokkru
betur, og nafn hans var Jón Peard.
Kunningsskapur Jóns ogGaríbaldí hafði atvikazt þannig.
þegar Garíbaldí byrjaði herför sína, sá hann Englending
koma til móls við sig. Englendingurinn hafði barðastóran
halt á höfði, og hélt á langri kúlubissu, púðurtösku og
geysistórum kíki, tvöföldum. „Eruð þér Garíbaldi hers-
höfðmgi?“ spurði hann. „Já!“ svaraði Garíbaldi stuttlega,
„hvað viljið þér?“ — „Eg heiti Jón Peard.“ — „Og þér
viljið...? — „Eg ætla að biðja yður að leyfa mér að
vera í herliði yðar.“ Garibaldi þagði og virti manninn
fyrir sér. „Vera í herliði mínu !“ sagði hann, „vitið þér,
hvaða kosti menn jafnframt gangast undir?“ — „Nei;
viljið þér gjöra svo vel að segja mér það; þá veitegþað.“
— „Engin laun.“ — „það gildir einu; eg er ríkur.“ —
„Tíu mílna ganga á dag.“ — „Eg hef góð stígvél.“ —
„1 skothríð frá morgni til kvölds.“ — „Til þess er eg hingað
kominn.“ — „Hlýða boðum mínum orðalausl.“ — „tlum!“
— „Eg sé að þetta á ekki við yður.“ — „Eg vil heldur
berjast með minni eigin aðferð.“ — „Og hver er hún?“
— „Eg er góður veiðimaður.“ — „Rétt er það.“ — „Eg
vildi feginn berjast með skolmönnum yðar.“ — „það er
yður velkomið.“ — „Eg vildi líka helzt vera í sömu fötun-
um og eg er vanur; þau kann eg bezt við.“ — „það
skal yður einnig heimilt.“ — „Enn fremur vildi eg . . ..“