Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 67
67
— „Nei! þér viljið mikils til of mikið“, sagði Garíbaldí
óþolinmóður. „Gott og vel!“ ansaði Jón, „eg ætla þá að
berjast uppá eigin eindæmi.“ — þarmeð skildu þeir Jón
og Garíbaldí og tók hver ofan fjrir öðrum. Daginn eptir
var orrusla og sendi Garíbaldi skotmenn sina á stað, en
svo fljótir sem þeir voru, þá var Knglendingurinn samt
alltaf á undan þeim. — Hann bafði, einsog hann sjálfur
komst að orði, sagt Austurríki stríð á hendur, og háði
það upp á sinn eigin kostnað, og ekki aðeins upp á eigin
kostnað, heldur einnig með sinni eigin aðferð. Hann stóð
keiprétlur á bersvæði og skýlislaus með öllu ; kúlurnar hvinu
og þutu allt umhverfls, en hann skeytti því ekki heldur
en flugur væru að suða í kringum hann; hann biá sér
hvergi, miðaði bissunni, hleypti henni af og lagði hana
niður fyrir fætur sér; tók síðan kíkírinn til þess að sjá,
hvort skotið hefði hriflð, og bandaði þá brúnum eða hristi
höfuðið. því næsl hlóð liann bissuna aplur, miðaði og
hleypti af; leit svo i kíkirinn, bandaði brúnum eða hristi
höfuðið. þegar óvina herinn flýði, hugsaði Englendingurinn
ekki um annað en að leita upp þá er hann hafði drepið
eða særl; þekkti hann þá úr, einsog veiðimaður þekkir dýr
þau, er hann hefir skotið. Hann skoðaði líkin, skrifaði upp
tölu þeirra og elli síðan Austurríkis menn svo sem fælur
toguðu; var hann þá heldur en ekki gleiður á hlaupinu.
Svona lét Garíbaldí bann berjast tvisvar eða þrisvar, og
var ekki að sjá, að hann tæki eplir honum. En með því
Garíbaldl er að engu eins mikið yndi og að hraustum
mönnum, þá gekk hann að Englendingnum út í miðja
skothríðina og mælti: „Herra, Jón! má eg segja yður eitt
orð; þér eruð vaskleikamaður.“ „Veit eg það“, ansaði
5*