Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 69
69
lítið miindi það stoða, að Ijúga oss betri en vér erum,
en sé það ósatt, þá eigum vér að varast að trúa því. Vér
heyrum optsinnis, að inenn hæla ýmsum hlutum og taka
þá til eptirdæmis og fyrirmyndar, einungis af því þeir eru
gamlir; en ef vér nú ranglega ímyndum oss, að allt í
fornöldinni hafi verið miklu ágætara en nú á tímum, þá
áræðum vér eigi að prófa það sem gamalt er, einsog vér
með öllum rétti reynum og prófum það sem nýtt er.
Vér viljum fyrst minnast á eina breytingu til hins
verra, er sumir ætla að orðin sé á heiminum í kringum
oss; þeir halda að hitinn á jarðarhnettinum fari sírénandi.
Nú eru hinsvegar sumir, er halda að hann fari sívaxandi,
en vér munum skjóll komast að raun um, að hvorumlveggja
skjátlast. Að vísu koma stundum mörg ár i rennu , sem
annaðhvort eru fjarskaköld eða fjarskaheit, en það á
sér sjaldan langan aldur. Hér er um það að gjöra, hvort
að staðaldri hafi verið heitara eða kaldara fyrr á tínnim,
heldur en nú er, og hvort að nokkur breyting liafi þar
á orðið.
Allir vita að Grænland er fjarska kalt og fullt af
jöklum, er aldrei bráðna; sjóarmegin liggur ís um það
allavega, svo að skipum veitir fullörðugt að sigla þangað,
enda um sumartimann. Menn hafa sagl að loptslagið þar
hafi fyrrum verið miklu hlýrra en nú og landkostir betri,
og hafi landið fyrir rúmum fjórum öldum síðan verið næsta
frjófsamt. En það er fullsannað, að sögusagnir þessar eru
af misskilningi sprottnar, og er óhæll að trúa Kóngs
Skuggsjá, sem samin er síðast á 12 öld, en í henni er
ísnum á Grænlandi lýst þannig, að vér getum eigi ætlað,
að landið hafi verið öðruvisi þá en nú.