Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 89
89
og lestir gengust við um allt landið, og voru manndráp
framin enda á strætunum í Melbourne. Flykktisl þangað
mikill manngrúi af ýmsum þjóðum, Englcndingum, þjóð-
verjum, Frökkum, Itölum, Kalíforniumönnum og kínverjum.
Af Kínverjum eru þar nú 50,000 manns, og amast þó
stjórnin við þeim og reynir á allar lundir að lálma aðsókn
þeirra; eru þeir og optsinnis illa leiknir, en freistingar
gullsins og hið geysimikla verkkaup ginna þá, svo þeir
gleyma vandkvæðunum, og vex því tala þeirra stórum ár
frá ári. Veldur það og meðfram, að styrjaldir hafa verið
í Kína, svo margir hafa stokkið úr landi. Flestir aðrir
námamenn hafa óbeil á Kínverjum og misþyrma þeim. I
borginni Ballarat er gefið út kínverskt fiéllablað og eiga
Kínverjar þar musleri; meina Englendingar þeim ekki
frjálsa guðsdýrkun, því þeir sýna ávallt urnburðarlyndi í
trúarefnum. I Ballarat eru og margir kínverskir kaup-
menn, sem hafa mikla verzlun og eru stórríkir. Leigja
þeir út landa sina til námanna og taka fyrir ærna borgun.
Sjaldan hafa Kínverjar með sér kvennfólk, en stundum
ganga þeir að eiga írskar konur, og verður það víst
skringileg kynslóð, sem þaðan kemur.
En ekki verður sá heiður tekinn frá Kínverjum, að
þeim er sú uppgötvunin að þakka , sem einna mest var i
varið. þegar menn revndu að bægja þeim úr landi og
gjörðu þeim allt sem örðugast, þá hugðu þeir á ráð til að
smeygja sér inn i nýlenduna, svo lítið bæri á; lentu þeir
í höfn nokkurri sunnan lil i Australíu og er þeir voru
komnir inn yfir landamærin, fundu þeir gullból afarauðugt,
skamt frá fjallinu Ararat. það var i holu nokkurri á
grænni grasflöt, þar er þeir fyrst leituðu og var hola sú