Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 93
93
blindur, en sonur hans ungur og óvanur hernaði. þessu treysti
Hróðmar, Trómlu konungur og sótti með her manns á hendur
Króðari. Sá Króðar þá silt óvænna og gjörði menn á fund Fing-
áls Skota konungs, til að biðja hann liðsinnis; var Fíngáll þess
allfús og sendi Ossían son sinn. "þegar Ossían kom, var Króðar
harmþrunginn mjög úlaf missi Fofargarmós sonar síns, sem hafði
veitt Hróðútari atgöngu og látið líf sitt eptir drengilega vörn.
Sneri þá Ossían til móts við Hróðmar, og lagði til orrustu; lauk
svo að hann veitti Hróðmari bana og slökti liði hans á flólla.
Var nú Krómuland friðað og sneri Ossían heim aptur við góðan
orðstír. -----------
„Jiað var ástarrödd
Míns elskhuga!
Sjaldan ber j>ig,
l svefna Malvínu.
Láttu loptsölum
Ljúfur faðir
Skjaldvarins Toskars
Skjótt upp lokið.
Hrindið upp hliðum
Himinskýja,
Hörmug Malvína
Hinnig nálgast;
Bar mér fyrir eyru
1 blundi værum
Óman ástsæla,
Önd mín litrar.
iNú er það sannað af vitnisburði samtíða manna, að Macpher-
son var ekki sérlega vel að sér í gaelisku máli, heldur varð
að styðjast við tilhjálp og leiðbeiningu annara; hvernig hefði
hann þá málsins vegna átt að geta samið kvæði þessi ? J>að
sem hann sjálfur hefir frumritað af skáldmælum er harla lé-
legt og vart í meðallagi, svo af þeirri orsök nær það engri
átt, að eigna honum kvæði þau, sem allur heimur hefir dázt
að, sem iiinum mestu skörungum þessarar aldar hefir þótt
svo mikið til koma. Herder, Byron. INapoleon og Goethe
lofuðu Ossían hver í kapp við arinan, stundum ef til vill um
of, en þó víst með svo gilduin ástæðum, að smámennum
ferst ekki að bregða þeim um smekkleysi eða fávizku í
Íessu efni. Jiaraðauki bendir bragarháttur og margt annað í
væðunum sjálfum tilþess, að þau séu æfagömul. en hitt er
annað mál, að þau a svo mörgum öldum hafa hlotið að
breytast og missa nokkuð af hinum forna blæ. Bezta ritið
um kvæði Ossíans er: Patrié Mac Gregors Genuine Bemains
of Ossian literally translated with a preleminary disscrtation,
Edinburgh 1841. Leiðir hann óyggjandi rök að því, að
kvæðin séu gaelisk að uppruna. Össían er snúið á flest
mál, en einna bezt á sænsku eptir hinu gaeliska frumriti.
(.Oisians Sanger af N. Arfwidson 1842 )