Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 101
101
Jiegar kristall er settur nálægt gulli, J>á ljómar af honum
einsog tópas; þannig getur óvitur maður notið samneytis við
góðan mann.
Bæði æltstórirog æltsmáir menn geta verið vel af guði gjörðir,
en af samneyti við hina vondu verða syndirnar til. Við upp-
spretturnar er vatnið í fljótunum bragðgott, en þegar fau koma
til sjóarins, verður Jað ódrekkandi.
Sami fuglinn, sem eygir hræið í hundrað rasta fjarlægð,
sér ekki snöruna skamt frá sér, þegar skapadægur hans er komið.
Við illmenni skyldi enginn leggja lag sitt. Kolið brennir,
meðan það er heitt og svertir þegar það er kólnað.
Vondan mann ber ávallt að forðast, eins þó hann hafi gáfur
og kunnáttu til að bera. Er ekki höggormurinn eins hræðilegur
þó hann sé prýddur gimsteinum?
I>að sem er ómögulegt verður jafnan ómögulegt. Enginn
ekur vögnum á sjó, enginn siglir skipum á landi.
Sá sem kalinn er, gleðst ekki af tunglskininu, sá sem brendur
er, gleðst ekki af sólskininu; þannig hafa konur enga unun af
ellihrumum mönnum.
ivallt elska mennirnir lifið og auðinn. En gamall maður
ann ungri konu mcira en- lífí sínu.
J>egar ung kona, sem gipt er gömlum manni, leggur hendur
um háls honum, kyssir hann og þrýstir honum að sér — þá
er eitthvað ekki gott á seyði; þar mun eitthvað seirugt undirbúa.
Of mikið frjálsræði í föðurgarði, hlutdeild í opinberum skemmt-
unum, blendin samkvæmi og sambúð vændiskvenna spillir hug-
arfari konunnar, þó gott kunni að vera í fyrstu.