Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 103
103
Opt láta konur tælast af fúlmennum; opt taka konungar að
sér f>orpara; opt sækir auður til svíðinga; opt streyma regnskúrir
yfir hafið og hrjóstruga kletta.
Allt sem lifir nálgast dauðann dag frá degi, einsog sá sem
dæmdur er til lífláts, er leiddur að höggstokknum fót fyrir fót.
Einsog tré mætir öðru tré úti á reginhafi, og einsog fau
berast sitt í liverja áttina eplir að þau liafa mætzt, eins finnast
mennirnir og skiljast í heimi þessum.
Til hvers er lærdómurinn fyrir þann, er sjálfan brestur alla
vitsmuni? Til hvers er skuggsjáin fyrir þann sem engin augu hefir?
Vitur maður stundi vísindin og vinnu sína einsog hann aldrei
eigiað eldast né deyja; en eptir boðorðunum breyti hann, einsog
hann þegar slandi með annan fótinn í gröfinni.
Meðal allra gæða er þekkingin hið æzta góða; því henni
verðurekki rænt, ekki verður hún heldur keypt eða gjörð að engu.
Enginn trúi vatnsföllum, vopnuðum mönnum, né villudýrum,
sem búin eru klóm og homum; eigi heldur konum né konungum
Kleobulos heimspekingur gaf þessar lífsreglur:
Dætur sínar gipti menn eigi fyr en þær eru meyjar að aldri
og konur að viti. Vinum sínum eiga mcnn að veita velgjörðir,
svo þeir verði þeim enn vinveittari, og óvinum sinum, svo þeir
verði vinir þeirra, því mönnum ber að sneiða hjá ámælum vina
sinna og ofsóknum óvina sinna. — Áður en menn ganga út úr
húsum sinum, skulu þeir spyrja sjálfa sig, hvað þeir eigi að
gjöra og þegar þeir ganga inn aptur, hvað þeir hafi gjört.
Heimspekingurinn Bias var einusinni á sjóferð með mönnum
nokkrum trúlausum, er lögðu guðlast í vana sinn; gjörði að