Ný sumargjöf - 01.01.1865, Side 104
104
þeim stórviðri með hafróti, svo skipverjar komust í lífsháska.
Tóku guðleysingjarnir þá að ákalla guðina. J>á varð Bías þctta
að orði: „Þegið og verið hljóðir, svo að guðirnir ekki verði
þess áskynja, að þið eruð hér innanborðs.“
Maður nokkur guðlaus spurði hann: nHvað er guðs ótti?“
Bías þagði. Hinn spurði þá, því hann svaraði sér ekki. „Af
því,“ sagði Bías, „að þú spurðir um nokkuð, sem þig ekki
varðar um.“
Einusinni kom rómversk kona til Gratianusar keisara
og kvarlaði sáran undan bónda sínum. „Hann situr
aldrei á sárshöfði við mig liðlangan daginn,“ mælti hún,
„hann er alltaf að jagast og skósar mig og skensar í
hverju orði. Stundum segir hann að eg sé Ijót, stundum
að eg sé of gild, stundum að eg sé of grönn og stundum
of heimsk . . . eg get ekki þolað það Iengur.“ „þ>að er
nú svo, kona góð!“ ansaði keisarinn vingjarnlega, „en
hvað varðar mig um þetta?“ „f>að er nú ekki þarmeð
búið“ sagði konan, „allan daginn er hann að bakbíta yðar
hálign með verstu hrakyrðum, honum er ekkert að skapi,
hann níðir niður lilskipamr yðar og þykist einn vita allt.“
„J>að er nú svo, kona góð!“ svaraði keisarinn, „en hvað
varðar þig um þetta?“
Einusinni í samkvæmi kom ungur flagari tii Chester-
ftelds lávarðs og spurði hann, hvort sér leyfðist að drekka
minni djöfulsins. „J>vi ekki það?“ ansaði Chesterfield,
„mér ber ekki að amast við vinum yðar.“
Maður nokkur sagði við prest sinn: „Eg ætla að
trúa yður fyrir mikilvægu leyndarmáli, en þér verðið að