Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 105
105
lofa mér því, að segja það engum lifandi manni.“ „það er
skrílið,“ sagði presturinn, „hvernig getur þú ætlast til, að
eg þegi yfir því, sem þú getur ekki þagað yfir sjálfur?“
Abóti einn, sem var ákaflega feitur og digur, ferðaðist
til Flórenzborgar. þegar dagsett var orðið, kom hann að
borgarhliðinu og hitti bónda nokkurn. „Ætla eg komist
inn um hliðið?“ spurði hann bóndann. „það held eg
sjálfsagt,“ svaraði bóndinn, „eg sá áðan, að tveir eða
þrír voru reknir þar inn samsíða, og var þó hver um sig
feitari en yðar háæruverðugheit.“
Spámaðurinn Mahómet hafði sagt fólkinu, að hann
ætlaði að láta fjall koma til sín; kvaðst hann ætla að
uppsenda bænir sínar frá tindi fjallsins til himnanna og
árna fyrir trúarflokki sínum. Fólkið þusti nú saman til
þess að sjá stórmerki þetta. Spámaðurinn skipaði fjallinu
að, koma nær, en fjallið vildi ekki hlýða og stóð grafkyrt.
„Goll og vel!“ sagði Mahómet, og brá sér hvergi, „fyrst
að fjallið ekki vill koma til mín, þá er bezt að eg komi
til fjallsins.“
LLtill drengur fylgdi ömmu sinni lil grafar; allt
skyldfólkið stóð grálandi yfir moldum hennar, nema
drengurinn, honum vöknaði ekki um augu. Drengurinn var
spurður, því hann ekki tárfeldi, og varð honum þetta að
orði: „Eg vildi feginn gráta einsog aðrir; en eg hef
gleymt vasaklúlnum mínum heima.“
þegar Gústaf Adolph var á herferð sinni í þrjátíu ára
striðinu, kom hann i kyrkju nokkra og sá þar likneski