Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 111
111
hafi féndur vorir réttan málstað, þá veit þeim fulltingi, en
ef vér höfum báðir réttan málslað, þá horfðu aðeins á
okkur og sjáðu hver betur lemur frá sér.“
þegar þeir Alexander Rússakeisari og Napoleon voru
í Tilsit, hittist einusinni svo á, að þeir gengu framhjá
frakkneskum hermanni úr varðliðinu; hermaður þessi hafði
fjarska stórt ör í andliti. þá mælti Napoleon: „Hvernig
lízt yðar hátign á þá menn, er þola þvílík högg?“ Alex-
ander svaraði: „Hvernig lízt yðar hálign á þá menn, er
greiða þvílík högg?“ Napoleon þagði og vissi ekki hverju
svara skykli, en hermaðurinn, sem hafði staðið og stóð
ennþá grafkyr einsog stytta, gall þá við og sagði með
drynjandi rödd: „þeir eru dauðir.“
ÁSTARHARMUR.
(eptir Tieck).
Heiðargilja horfin leynum,
Hægt j>ar niðar linitin blá,
Undir dimmum grátpíls greinum
Gröf mín standi klcttum hjá,
Hátt í afdai heimsins glaumi fjær
Hvörmum grátnum lyki svefninn vær.
Meyjan unga faðm þinn flýði
Fögur var hún þó og blíð,
Sinnti ei þinu sálar stríði,
Sorgartára þungri hríð,
Gröf þér finndu grænum hér í dal
Gljúfrum kringda, blám und himinsal