Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 116
116
Gennaníu og ekki livað sízt í Eddukvæðunum, er sýna
oss dæmi liinnar háleitustu og fegurstu ástar. þessi skoð-
un féll nú vel við kenningu krislilegrar trúar, sein stríðir
mót öllum þrældómi og ójöfnuði, og veitir konum full-
komið jafnrétti á við karlmenn. Hernaður hafði ávallt
verið aðaliðja hinna gxitnesku þjóða, og er það kunnugl af
trú forfeðra vorra, að þeir einir gálu vænt sér fullsælu
eptir dauðann, sem vopndauðir urðu. þessi hernaðarlöng-
un gat nú ekki horfið alll í einu, heldur gekk hún í
þjónustu kyrkjunnar og trúarinnar, og var það hin æzta
og helgasla sk.vlda riddaranna að falla með drengskap fyr-
ir kristna Irú eða játendur hennar. Jafnframt hreyst-
inni var það meðal gotneskra þjóða talin hin fegursta
dygð, að fylgja lánardrotlni siuum með trúmennsku, í með-
læti og móllæti, lífi og dauða; þessi helga skylda varð og
ein af aðalgreinum riddaraskaparins, og var henni einnig
veit Irúarleg staðfesting með helgum svardaga. þessum
þremur skyldum áttu riddarar að hlýðnast með rækt og
kostgæfni, og hvervetna verja virðingu sína, ef henni var
misboðið, því þar undir var drengskapur eða æra riddar-
ans komin, en æran var ný hugmynd, sem haldist hefir
fram á vora daga með nærfell sömu merkingu.
það var fyrst eptir byrjun krossferðanna að riddara-
skapurinn komsl á liæzta stig i ölluin greinum. Uppeldi
eðalhorinna manna allt frá barnæsku, laut þá að honum
eingöngu, og var því þaiinig hagað, að þeir fyrst
urðu þjónustusveinar (pages) hjá tignum hirðkonum; áttu
þeir með þvi móti að nema kurteisi og nærgætni í um-
gengni við kvennfólk, og voru þeitn jafnframt kendar ym-
sar íþrótlir. þegar þeir höfðu burði til, gjörðust þeir