Ný sumargjöf - 01.01.1865, Side 119
119
magnúsar, er liann hefndi þeirra á Serkjum; var það engin
(urða, þó sagan léti liann berjasl við átrúendur Mahómets,
þótt hann í raun réltri ætli l stríði við Baska, því um þær
mundir, er saga þessi var mönnum líðust, var hatrið á
heiðingjum sem allra ákafast, og trúðu menn þ\í fyrir
fullt og fasl, að sér veiltist fullsæla annars heims, ef þeir
berðust við fjandmenn krislilegrar trúar og fórnfærðu lífi
sínu fyrir hana. Af hinum slærri riddara kvæðum er
Rollants kvæði hið fyrsta og merkasta; það kvæði kvað
einn af mönnum Vilhjálms Bastarðar fyrir orrusluna við
Hastings. Segir svo í kvæði þessu, að Túrpín erkibiskup
hafi blessað Rollant og hina aðra kappa, áður en þeir
gengu út í bardagann, og sagt þeim, „að þeir eptir dauð-
ann mundu livila á helgum blómum i hinni miklu para-
dís,“ liafi riddararnir heilið á Jesús og Maríu um leið og
þeir klufu Serki í herðar niður; sýnir það oss ljósast,
hversu hamremi hinna fornu Norðmanna snerist í ridd-
aralega hrevsti fyrir áhrif kristilegrar trúar, svo að þeir
settu Krist og paradís í staðinn fyrir Æsi og Valhöll.
I byrjun 13 aldar stóð kveðskapur trúbadúra með
mestum blóma, og enda hinir voldugustu konungar lögðu
stundáhann; bæði Ríkarður Ijónshjarta og Fridrekur annar
keisari voru trúbadúrar. því var það að menn fengu vitn-
eskju um Rikarð, þegar Leopold Austurríkis hertogi hélt
honum í prísund; atvikaðisl það þannig, að vopnsveini
konungs, er leitaði hans hvervetna, varð gengið framhjá
kastala þeim, er hann sat í, og heyrði hann syngja pro-
vensalskt kvæði, er hann sjálfur hafði orkl. Fridrekur ann-
ar safnaði að hirð sinni i Palermo hinum fræguslu trúb-
adúrum; tóku þeir nú og að yrkja á ítalska tungu og