Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 133
133
Shakspeare (f. 1564, f 1616) á Englandi, en eigi raá
telja þá jafna, því Shakspeare er miklu raeiri en Calderon,
og er hann að snrara dómi hið mesta skáld, sem nokk-
urnlíma hefir verið.
Sagnarit þau, er samin voru á miðöldunum, eru
flestöll ómerkilegri en skáldskaparrilin, sem að mörgu
levti eru ágæt og samsvara líðarandanum. I þá daga rit-
uðu sagnafræðingar lítið annað en „kroníkur;“ geta þær
reyndar verið til mikils fróðleiks fyrir seinni alda menn,
en að öðru leyti vanlar þær kosli þá, er hin góðu sagnarit
hafa til að bera. Enginn getur verið mikill sagnameistari,
sem ekki hefir nokkra skáldskapargáfu til að lýsa mönn-
um og viðburðum, skarpleika til að greina sannleikann frá
ósannindum og ýkjum, og hagsýni til þess að skipa niður
efninu. þeim sem kroníkurnar rituðu hefir verið alls
þessa varnað. Samt eru nokkur sagnarit frá miðöldunum,
sem vel eru samin; sum af ritum hinna byzantínsku sagn-
afræðinga (Zonaras, Phranza o. fl.) eru að mörgu leyti
ágæt, en það er alhugavert, að þeir rituðu á grísku og
slællu eptir hinum forngrísku sagnameislurum. A Italíu
voru og nokkrir merkir sagnaritarar 1. a. m. Villani frá
Flórenz. En engin þjóð á þó meiri heiðurskilið í þessari
grein en hinir fornu íslendingar, og er óhætl að fullyrða,
að enginn sagnarilari á þeim límum hefir ritað móðurmál
silt með annari eins snild og Snorri Sturluson. Hvað
lslendinga sögur sneriir, þá er efamál, hvort þær verði
heimfærðar til sögufræði eða skáldskapar, og mun það
næst sanni, að þær séu hvorttveggja í einu, sögurit og
skáldskaparrit, eiga fáar þjóðir frá þeim timum önnur
eins snildarverk, en meira eiga þær skylt við hina norr-