Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 136
136
Rolterdain. Við háskólann í París iðkuðu nienn einkum
guðfræði og deildu um guðfræðisleg efni í ræðum og
ritum. þangað sóttu mentamenn frá öllum löndum,
einkanlega frá Norðurlöndum, og það enda eptir að háskól-
arnir í Uppsölum og Kauprnannahöfn voru á stofn settir,
en það var engin furða, því skólar þessir urðu til lítilla
nota fyr en eptir siðabótina. Á Englandi var merkur
háskóli í Oxford og annar skóli var í Cambridge; við þá
skóla lærðu einkum synir eðalborinna manna, og var líkt
um það á Knglandi og Ítalíu, að minnkun þólti ef tignir
menn voru fákunnandi. Ar 1400 var háskóli slofnaður á
Skotlandi í Sl. Andrews. Háskólinn í Salamanca var
frægusl vísinda stofnun á Spáni. í þá daga var hver
háskóli einsog ríki útaf fyrir sig; bundust sládentar allir
í félag og kusu einn af kennurum sínum til forstöðumanns
(reklors). Lærdómspróf höfðu menn engin á miðöldunum,
og eru þau fyrst uppkomin á hinum seinustu öldum;
háskólarnir voru vísindaskólar en ekki embæltismanna
skólar, og þangað sóttu þeir sem vildu afla sér fróðleiks
og frama í samneyti við mentaða menn. Sýndu menn
framfarir sínar í kappdeilum um vísindaleg efni (disputa-
zium) og fóru þær fram í heyranda hljóði. Hlutu vísinda
menn nafnbætur eptir því, hvernig þeim tóksl að verja
mál sitt, lýsti rektor því ^fir í nafni háskólans og var öll
þessi athöfn mjög svo hálíðleg. Æzta nafnbót var: doctor,
þarnæst magisler, licentiatus og baccalaureus.
Náttúruvísindin hafa sjaldan verið lakar á vegi slödd
en á miðöldunum, því þeir voru kallaðir guðníðingar, sem
grenzlast vildu eptir leyndardómum náttúrunnar. Öll
þesskonar þekking héldu menn að væri frá djöflinum og