Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 138
138
svo nefnisl, af því hann fór fyrsl að tíðkast í Byzanziuin
(Miklagarði); gætir stíls þessa langmest í hinum elztu
kyrkjum á Ítalíu og sumar eru að öllu leyti með byzant-
inskn sniði, t. a. m. Markúsarkvrkjan í Feneyjum, er
bygð var á 10 og 11 öld. Dómkyrkjan mikla í Florenz
er bæði í byzantínskum og gotneskum stíl; Giotto vinur
Danles byrjaði á henni og var henni ekki lokií) fyr en á
15 öld. En í öðrum löndum voru sjaldan reist hvolf yfir
miðri kyrkjunni, en hvolfbogar hafðir yfir gluggum og
dyrum; þeir voru og hafðir til prýðis í kyrkjum þeim, er
bygðar voru með „basilíku“ lagi. Basilíkur helu rómversk-
ar byggingar í fornöld, er hafðar voru til kaupfunda
og dómþinga, þær voru langar mjög og ferhyrndar og
hvelfdar fyrir gafli gagnvart aðaldyrum. í miðju var langt
rúm þaklaust og súlnaröð í kringum, svo að þrír voru
gangarnir: tveir hliðgangar með þaki og miðgangurinn
þaklaus, en tvær langar súlnaraðir voru í milli. 1 elztu
kristni voru basilíkur notaðar fyrir kyrkjur og var þá reist
hærri bygging yfir miðganginum og gluggar settir í hlið-
veggina. Með þessu lagi voru kyrkjur bygðar um alla
Norðurálfu, en þó optastnær með þeirri tilbreytni, að menn
juku við og reistu tvær útbyggingar út úr meginkyrkjunni,
nokkru aptar en um hana miðja; varð kyrkjan þá öll
með krosslagi. Báðar hliðbyggingarnar voru kallaðar
„krossinn;“ langrúmið fremsta nefndist: „skipið,“ en
innsta rúmið, „kór (chorus=söngflokkur) af þvi klerkar
sungu þar messu; var gólfið nokkuð hærra í kórnum og
byggingarstíll þessi fremur þunglamalegur. Sofíukyrkjan í
Miklagarði og kyrkjan yfir gröf krists í Jórsalaborg eru
hinar merkustu byggingar í þessum stíl.