Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 139
139
þil eða grindur á milli hans og skipsins. Skipið deildist
í miðskip“ og „hliðskip;“ efst í miðskipinu var þéltskipuð
gluggaröð og var það kallað hákyrkja, en á hliðskipunum
báðum voru fjerri gluggar og deildust þau frá miðskipinu
með tveimur löngum súlnaröðum. H>olfbogar voru hafðir
í lopthvelfingunum og eins yfir gluggunum og milli súln-
anna. Lagði Ijösið skært að ofan og Ijómaði um hinar
bogaskreyttu hvelfingar, en frá hliðunum var birlan dauf-
ari og sem í hálfrökkri; við þá Ijósbreylingu varð kyrkjan
ennþá svipmeiri að innan; fegurðin sveipaðisl alvarlegum
og lignarlegum blæ. Hið ytra var kyrkjan prýdd með
turnum; fyrsl var ekki hafður nema einn slór turn yfir
miðjum krossinum, en seinna var vant að byggja tvo turna
beggja vegna við vesturenda hákyrkjunnar. J>essi bygg-
ingarslíll er kallaður: ,.hinn romanski,“ og á það vel við,
því haun er bæði germanskur og rómverskur að uppruna
einsog rómönsku málin.
Norðmandíumenn höfðu á 11 öld „ruðt sér til landa“
á Suðurílalíu. Robert Guiscard braut undir sigApúlíu og
Kalabríu (1050) og Roger bróðir hans (1060—1090) vann
Sikiley undan Aiöbum og gjörðist konungur. þegar nú
Norðmandíumenn voru orðnir þar ílendir, þá fóru þeir að
stæla eptir hinum arabiska byggingarstíl, og flultist sú
nýbreytni til Nordmandí og annara fylkja á Norðurfrakk-
landi. En nýbreylnin var sú, að menn tóku upp hvass-
boga í staðinn fyrir hvolfbogana. því nefnist slill þessi
„hvassboga stíll“ eða gotneskur stíll. Varð hann almenn-
ur bæði á Frakklandi Spáni, Englaudi og þýzkalandi;
En hvergi náði hann eins mikilli fullkomnun og á þýzka-
landi. í gotneska stílnum iniðar allt til þess að lypta