Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 142
142
sér i ásjónum mannsmyndanna, enda var það optast Maria
mey, Kristur eða helgir menn, sem þeir mynduðu. Höf-
uð Krists varávallt myndað eptir gömlum uppdrætti, sem
enn er til í Rómaborg, var þáð trú manna að hann væri eplir
Lúkas guðspjallamann. Samt var myndum þessum mjög svo
ábóta vant, og var það engin furða, því málarar voru þá
ekki farnir að hafa fyrir sér nakta menn til fyrirmyndar,
og þektu eigi hina innri byggingu mannlegs líkama.
þegar menn fóru að kynnast betur snildarverkum hinna
fornu skálda og listamanna, þá var lögð mest stund á að
samþýða líkamlega fegurð við hina kristilegu alvörugefni,
sem ávallt hafði lýsl sér í kyrkjulegum málverkum. Leo-
nardo da Vinci (f. 1452, •}* 1519) var hinn mesti snilling-
ur flórenlínska skólans; hann fann lögmál fyrir deilingu
Ijóss og skugga í málverkum, og varþað íþróttinni til mestu
framfara. I Perugia kom upp hinn rómverski málara-
skóli; einn af hinum ágætustu málurum þess skóla var
Pietro Perugino, (1446—1524) kennari Rafaels. En frem-
ur voru ágætir málaraskólar í Feneyjum og Lombardiínu.
En höfuðmeistarar þessara fjögra skóla voru eigi uppi
fyr en eptir lok miðaldanna. Eirstungulistin náði og
/
miklum framförum á miööldunum. A 10 öld höfðu menn
á þýzkalandi komizt upp á að mála litmyndir á gler;
varð sú list hin almennasta, þvi myndagler þessi voru
höfð fyrir rúður í kyrkjuglugga. Karl 4 keisari hafði
stofnað málaraskóla í Prag, og lærðu menn þar einkum
að draga litmyndir á veggi. Seinna kom upp málara-
skóli í Flandern, og hófst hann með Johan van Eyck
(1366—1426), sem fyrstur hafði olíuliti til málverka. Á þýzk-
alandi var frægur málaraskóli, sem kendur er við öiiirn-