Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Síða 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1951, Síða 85
89 furðulegt, því að í öllum þorra þeirra uppskrifta að særingum, sem varðveitzt hafa, eru slíkir textar yfirleitt töluvert afbakaðir. Kraftaverkasögurnar úr Matt. 8 segja ekki mikið um eðli sjúk- dómsins, sem særingin á að kveða niður. En lækning lama manns- ins úr Matt. 9 er öllu ákveðnari, því hafa verður í huga, að í NT 1540 er ekki notað orðið ,,lami“, heldur ,,icktsiukur“ vegna áhrifa frá texta Lúters, er hefur ,,gichtbrúchiger“. Ikt er eldri mynd orðsins gigt og virðist hafa komið inn í íslenzkt mál um 1500 vegna áhrifa frá Noregi, Kveisa getur og merkt gigt auk ígerðar o. fl. Samsetning þessi, ikt og kveisa, er nokkuð eftirtektarverð. Hún kemur fram í særingunni gegn iktsýki, sem virðist frá síðustu ára- tugum kaþólskunnar og er prentuð í Alfræði íslenzkri III. bd., bls. 113 n og í íslenzkum Þjóðsögum I. bd., bls. 339 n, sem Ólafur Davíðsson safnaði, enda er sú særing náskyld þeirri, sem hér er til umræðu. Og er þá vafalaust um venjuerfð að ræða. Önnur kveisu- bæn er prentuð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, II. bd., bls. 60 n, en er fengin úr Hist. Eccles., Tom. II., p. 382. Auk þessa er ráð við kveisu í AM 434a, 12mo, er Kr. Kaalund gaf út í Danske Vid.s.skr. R. VI, 6. 4 bls. 15/369. Nánustu hliðstæðuna að gerð er að finna í Norske Hexeformularer og Magiske Opskrifter eftir dr. A. Chr. Bang, bls. 472, nr. 1071. Er hún prentuð þar eftir Dipl. Norv. VII, nr. 441. í Dipl. Norv. er sagt, að skriftarlagið líkist mjög því, sem er á aflátsbréfum og bréf- um þeim, sem veita leikmönnum upptöku í ,,tertia“, leikmannaregl- urnar. Bréfið virðist hafa verið borið sem verndargripur, margbrotið saman. Einhver munkur virðist þá hafa selt nafngreindum manni, Gunnólfi Gunnarssyni, gripinn. Bréfið hefst á Jóh. 1:1—14. Þvínæst er bæn. Þá fara á eftir nokkur hinna 72 nafna guðdómsins. Semsé bréfið er að allri gerð samkvæmt reglum síðmiðalda um gerð slíkra skjala, eins og íslenzka lengjan reyndar einnig er. I innlendum fræðum finnst notkun þessi á Jóh. 1:1—14 í Alfræði Islenzkri, III. bd., bls. 111, í ráðinu, hvernig stemma skuli blóð. Einnig finnst sama notkun í lækningabók Þorleifs Björnssonar c: Henning Larsen, An old Icelandic Medical Miscellany, bls. 50 og 51. Auk þess kemur notkun þessi fram í orðum Guðbrands biskups, sem búið er að tilfæra. í F. Ohrt, Danske Trylleformler eru tilfærð nokkur dæmi slíkrar notkunar guðspjallsins í I. bd., bls. 499, einnig í II. bd., bls. 48. Þar að auki er iktarsæring náskyld þeirri, sem hér hefur verið dregin fram í dagsbirtuna, tilfærð í I. bd., bls. 236—38, úr handriti frá árinu 1514. Hún er á dönsku. En dr. Bang tilfærir aðra norska
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.