Fylkir - 01.05.1920, Page 6
6
enn ckki til, svo eg viti. Og eins þarf sjerstaka ofna til að brenna
hér sement.
Hinsvegai- er móbergið, hraungrýtið, sandsteinninn, grágrýtið og
blágrýtið, sem er hvarvetna að finna á Norðurlandi allt nýtilegt I'1
bygginga og auðvitað til vegalagninga; jafuvel blágrýtið getur orðið
dýrmætt, eigi aðeins til vegalagninga heldur til húsabygginga, svo
fljótt sem menn útvega sér hentar vélar til að milja það. En þesskon-
ar vélar mátti fá frá (Kristjaniu) Noregi og Svíþjóð haustið 1914 og
jafnvel sumarið 1915; þær minstu þeirra (með 5 hesta afli) kostuðn
án mótors 1500 kr. og gátu mulið 2-3 m3 steins á klukkutíina eða
25 — 30m3 á dag, en þær stærstu (40 hö.) kostuðu án mótors 8000
kr. og gátn mulið 10-13m3 á klukkutíma eða 100-130 ten. m. af
steini á dag. Með mótorum munu vélarnar hafa kostað tvöfalt meirai
en sparnaðurinn við að nota þær í stað þess að mölva stein með
handafli er hverjum manni auðsær. Auðvitað þarf afar sterkar véla>'
til að smámylja blágrýtið, því brotseigja þess er afarmikil; mun vera
tvöfalt til þrefalt meiri en sumra teguijda af grágrýti og ferfalt til
fimfalt meiri en sandsteins, n. 1. 1000 til 1500 kg. á 1 s. m.. Eg
reyndi lítillega brotseigju sandsteinsins úr Hringvers námuuni og helð
hann þoli svo mikla þrýstingu að hann dugi í 3 til 4 lopta bygging'
ingar. En sá galli er á honum, að hann drekkur í sig vatn, nerria
húðaður sé með vatsheldu efni. En það er engin frágangssök. Hraufl'
giýtið, sem eg hefi séð við Mývatn, í Bárðardal, Öksnadal og víðafi
er alt höggvanregt og nýtilegt til húsabygginga, einkum ef húðað
utan með cementi eða öðru vatnsheldu efni.
Blái leirinn frá Mývatni, No. 9 hér að framan hefir reynst ve^
saman við cement, og hefir verið notað til að klæða, »spekka‘i
steinseypu; eins held eg að leirinn frá Reykjum í Fnjóskadal mu*1'
reynast. Finnist leir við árósa, sem hefur 60 o 1° af kalki eða meiri
svo er þrautin að finna sementsefni unnin. Ekki þarf þá annað eu
að bretina hann og blanda með sandi. En svo kalk ríkan leir l,ef
eg ekki enn fundið.
Þetta er alt sem eg hefi orkað að gera síðan eg tókst þetta starf
á hendur fyrir tveim árum síðan; sumpart hafa veikindi hindrað mté