Óðinn - 01.01.1936, Síða 6

Óðinn - 01.01.1936, Síða 6
6 Ó Ð I N N en drúpa höfði hljótt sem mengi og hnuggnir skilja næsta vanda. Ingólfur Arnarson og öndvegissúlur hans. Eftir Povstein J. Jóhannsson. Qróðrarstöðin grátin tregar sinn glæsta’ og besta fulltrúann, hann, sem skildi’ og þekti þegar það, sem gladdi blóm og mann. Hann kunni og að kenna fræðin og keppast við að sá og græða blómreiti við býli, og svæðin björtu, lengra inn til hæða. Margan vanda víst þú leystir hjá vini mæddum áður fyr, og fallna menn á fætur reistir, fast er knúðu’ á þínar dyr. Þessir menn, og margir fieiri, minnast þín, og kveðja hljótt, og biðja’, að Guð þær bænir heyri, er berast til þín. Qóða nótt! x. Hnípir björk í beru rjóðri, fölnuð blóm við fætur hníga. Það eru heltök haustnæðinga, — feigðarspá og feigðar svör. Hnípir hugur harmi lostinn. Fallinn hlynur af föstum stofni, skjólgefandi í skaðabyljum, sígróandi til síðstu stundar. III. Það var Einar, þú, sem hafðir eldmóðinn í ungu brjósti, landið klæða, lýðinn vekja. Brautryðjandi, blessist þitt starf! Qróðrarstarf þitt, gróðrar vinur, vitnar milli fjalls og fjöru. I bygðum reynir við rósir hjalar, þar áður voru fúafen. Framgjörn æska þig ætti’ að muna; gæfa varst þú á götu hennar, hvattir, styrktir til stærri dáða. Var sem þitt væri þeirra eign. Qott er að vera gróðrar megin í hugsjón, vonum, vilja’ og starfi; minstu þess, æska, við moldir hans, er gaf sig allan að gróðri. Að garði þínum var gott að koma, opnar dyr, og ávalt rúm. Margir sjúkir og sorgum hlaönir áttu þar jafnan athvarf og skjól. Qóð og ástrík eiginkona lagði lýsigull á leið þína. • Sást þú til sólar seínt og snemma. Qreri sál þín til Quðs ríkis. Elín Sigurdardóltiv. Á síðastliðnu ári hafa verið haldnar hjer í Reykja- vík tvær myndasýningar, sögulegs efnis, snertandi sögu og framþróun þessa bæjar, sem nú er orðinn álitlegur höfuðstaður landsins. Sýningin í sumar, sem leið, var fjölbreytt, fróðleg og skemtileg, og sætir undrum, hve mikið er hjer til af myndum og mál- verkum, snertandi vöxt og viðgang bæjarins, frá löngu liðnum tímum. Að halda öllu slíku vel til haga og geyma sem best, ætti að vera metnaðarmál og þjóð- ræknisvottur við þann fyrsta bústað, sem hinn fyrsti landnámsmaður valdi sjer, og sem nú er orðinn höf- uðstaður landsins, þar sem öndvegissúlur hans áttu að hafa rekið á land og sem jeg vil nú fara um nokkrum orðum. Fyrst vil jeg geta þess, að jeg hef Ieitað í þeim heimildum, sem helstar eru um þessi efni, sem eru bæði »Landnáma« og íslendingasögur yfirleitt. Stað- irnir eru auðvitað nokkrir, eitthvað 7 — 8 í »Land- námu«, og einnig hliðstætt í Islendingasögum, sem geta um, að öndvegissúlur og aðrir hlutir hafi átt að ráða því, eða verið farið eftir þeim, hvar reisa skyldi bygð. Eftir því, sem jeg lít á þær frásagnir, frá raunsæis- legu sjónarmiði sjeð, verð jeg að segja, að mjer finst yfirleitt hæpið á þeim að byggja. Undanskilja má þó 2—3 þeirra. Þó má í þeim frásögnum einnig með dálítilli gagnrýni benda á villur og skekkjur í heim- ildunum, en auðvitað afsannar það ekki, að atburð- irnir hafi átt sjer stað. Eins og jeg gat um, ætla jeg að bæta dálitlu við þá hugsanlegu möguleika, sem gætu verið fyrir því, að súlur Ingólfs hafi rekið fyrir Reykjanes og komið að landi í Reykjavík. »Landnáma« segir svo meðal annars, um sigling þeirra fóstbræðra Ingólfs og Hjörleifs til landsins: . . . »Þeir höfðu samflot, þar til er þeir sáu ísland; þá skildi með þeim. Þá er Ingólfur sá Island, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súl- urnar kæmi á land. Ingólfur tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði; en Hjörleif rak vestur fyrir land, og fjekk vatn fátt. Þá tóku þrælarnir írsku það ráð, að hnoða saman mjöl og smjör, og kölluðu það óþorstlátt; þeir nefndu það minþak; en er það var tilbúið, kom regn mikið, og tóku þeir þá vatn á tjöldum; en er minþakið tók að mygla, köstuðu þeir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.