Óðinn - 01.01.1936, Page 9

Óðinn - 01.01.1936, Page 9
Ó Ð I N N 9 Leifi, og vildi drepa þá, en þeir fengu njósn af för hans. Og svo mun oftar hafa verið, bæði um Ingólf og fleiri á þeim dögum, sem höfðu bæði vilja og skilning til að bera, í þeim hættum, sem þeir oft stóðu í, að þess konar atvik hafa mjög aukið trú þeirra. En það er orðað svo, að þeir hafi verið blót- menn miklir. Það hefur minsta þýðingu, hvað guð- irnir eru kallaðir. Hvort hann heitir Guð, Þór eða Jehóva, að eins að þeir sjeu góðir, eða að menn láti sljórnast »af góðum anda«, eins og kirkjan orðar það. Hjer eiga vel við orð Gríms Thomsens: „Hvort Buddhas þessi, heiðnum hinn hallaðist kreddum að, þriðji kendist við kóraninn, kemur í sama stað. Hið sanna að eins ef hann vill, eins er hann velkominn. Mörg kristins villa inanns var ill, en minni vorkunnin". 011 trúarbrögð á öllum tímum hafa sín tákn. Mað- urinn þarf að hafa eitthvað hlutrænt, eitthvað tak- markað fyrir framan sig, því mannsandinn er tak- markaður. Auðvitað verður hið »allegoriska« eða hið líkingarlega því einfaldara, sem trúarbrögðin eru frum- stæðari, en öll hafa þau táknin enn þann dag í dag, og mun svo lengi verða. I hinni svo kölluðu heiðni höfðu menn goðalíkneski og öndvegissúlur, skornar á vissan hátt. Það var ekki annað en tákn trúarinnar, guðsins eða guðanna, sem ósýnilegir stóðu á bak við, eða ofar tákninu, sem maðurinn studdist við. Kristnin hefur engu síður tákn, heldur en önnur trúarbrögð fyr og síðar, sjerstaklega hin kaþólska kristni, og allar kristnar kirkjudeildir hafa t. d. krosstáknið, sem er mjög víðtækt og háleitt tákn, eftir því sem það er útskýrt í dulfræðilegum kristindómi. Trúaður mað- ur á landnámsöld gat því ekki verið án táknsins, því síst, væri hann einhver skörungur eða brautryðjandi, sem vel hafði hepnast sín fyrirtæki. Þetta skildi al- menningur, á meðan sagnirnar voru á þeirra munni, og þetta skildu sagnaritararnir öldum saman. Þær máttu ekki missa sig, þeim varð að koma að á ein- hvern hátt, helst með eðlilegum hætti, en þó jafn- framt »mystiskum«. Enda er engin ástæða til að rengja það, að öndvegissúlum hefur verið kastað í sjóinn af sumum landnámsmönnum, sem hjer tóku sjer bústað. En hvar eða hvort þær raunverulega hafi komið þar að landi, sem sögurnar segja frá, er annað mál. En súlurnar hafa þá verið settar upp að nýju, og trúin og traustið, sem stóð á bak við tákn- ið — súlurnar —, hjelst hið sama. I þessum skiln- ingi tók Ingóifur sjer þar bústað, sem súlurnar komu á land. Sambandið var órofið við þann mátt, sem hann alt af hafði treyst á og reynst svo vel og gæfu- samlega. Það vissi líka þjóðin allan þann tíma, sem sagnirnar lifðu á hennar vörum. Nú mætti spyrja sjer til gamans, en jafnframt í fullri alvöru: Höfum við nútímamenn eftir rúm þús- und ár nokkra ástæðu til, eða getum vlð bent á nokkuð það við landnám Ingólfs, eða hvar hann tók sjer að endingu varanlegan bústað, sem svo er »myst- iskt«, að ástæða sje til að halda, að þar hafi verið aðrir, sem lengra sáu, á bak við? Jeg tel mjög sennilegt, að ferðalag Ingólfs alla leið suðaustan af landi og hingað vestur hafi verið til þess að leita að góðri höfn. Og hann fann hana hjer líka. Þetta gat hann sjeð og hefur líka sjeð að eðli- legum hætti. — En hann gat ekki sjeð, að eftir nær níu aldir risi hjer upp höfuðstaður landsins, því svo langur tími leið, þangað til að nokkur vissa var fyrir því, að hann yrði hjer á þeim stað, þar sem hann bygði bæ sinn. I öðru lagi, hann gat ekki sjeð eða vitað um, að hann var að taka sjer bústað við þá næstu og að öllu athuguðu þá hyggilegustu höfn, við líklega hið besta fiskigrunn og fiskimið heimsins. í þriðja lagi, hann gat ekki sjeð eða vitað um á þeim tímum, að hann tók sjer bústað þar, sem sú grjót- tegund var fyrir, sem nú á tímum hefur verið aðal- skilyrðið fyrir því, að hjer hafa getað risið upp stór- byggingar, sem höfuðstað hefur hæft. í fjórða lagi, hann vissi heldur ekki um á þeim tímum — það er óhætt að fullyrða —, að tiltölulega skamt frá bústað hans væri fólgið afl, sem nútíðar Reykjavík hefur fulla ástæðu til að byggja hvað mest framtíðarvon sína á. Jeg á við Sogsfossana. Og í fimta lagi, hann vissi ekkert um á þeim tímum — það er líka óhætt að fullyrða —, að enn þá styttra frá bústað hans væri fólginn svo mikill jarðhiti, að vatn þaðan gæti hitað upp heila borg, sem vonandi verður, til ómetanlegs hagræðis og sparnaðar. A jeg þar við jarðhitann á Reykjum. Sjálfsagt má benda á fleira, eða verður hægt. Það er líklega ekki vert að þessu sinni að fara út í neina pólitík, en jeg get ekki skilið svo við þetta samt, að jeg ekki bendi á eða geti þess, að enn þá hefur þó ekki það ólán hent Reykjavíkurbæ eða íbúa hans, að vald óstjórnar og blekkinga hafi enn náð þar yfirtökum á stjórn Reykjavíkur eða bæjarfjelaginu. Um öll þessi atriði verður svo hver og einn að mynda sjer skoðun og draga þar af sínar ályktanir. Fyrir trú sína fyrst og fremst — að ógleymdu

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.