Óðinn - 01.01.1936, Side 12

Óðinn - 01.01.1936, Side 12
12 Ó Ð I N N Tveir hinir fyrstnefndu eru kvæntir, farnir að búa, og gefa góðar vonir um að verða nýtir bændur. Hinir synirnir 5 vinna að búi í Víkum með móður sinni og er Karl fyrirvinnan, talinn smiður góður og mannsefni mikið. Jörðina Víkur, sem var kirkjueign, keypti Arni, húsaði hana prýðilega, enda viðarreki nægur til bygg-‘ inga. Sljettaði og jók túnið stórum og girti. Líka keypti Arni jörðina Mánavík og sameinaði hana heimajörðinni. Jörðin V/íkur er því nú stórbýli, sann- nefnt höfuðbóf. Víkna-heimili hefur nú um langt skeið verið eitt af mestu myndarbýlum bygðarlagsins, þar sem ríkt hefur friður, eining og ástríki, samfara góðum efnahag og sjálfstæði í hvívetna, rausn, höfðingslund, hjálpfýsi og gestrisni. Og eftir því sem börnunum fjölgaði, eftir því óx búið að búsmala og öðru, sem til hagsældar horfði. Arni var því gildur bóndi, vel efnum búinn, enda hagsýnn og vakandi um hag síns heimilis og sveitarfjelags. Var hann því til ýmsra mála kvaddur fyrir bygðarlagið, og hinn besti ráðgjafi og hjálpari þeirra, sem hans leituðu. Þannig var Árni ótrauður að styðja til framsækni ýmsa byrjendur í búskap með hagkvæmum lánsframlögum og ávalt vægur í skila- kröfum og hinn umlíðunarsamasti ávalt. Árni og þau hjón bæði voru garpar til vinnu og allra dáða — sannar manndómsmanneskjur. Hann kendi snemma gigtar vegna slits, en hlífði sjer ekki að heldur. Árni var maður vel greindur, glaðvær, glettinn og kíminn í kunningjahóp og þá oft hrókur alls fagnaðar. Hann kunni margar kímnisögur, sagði þær ágætlega og var hagur á að ná orðfæri og rödd manna og var því oft prýðilega skemtilegur. Allir, sem þektu Árna í Víkum, — en þannig var hans ávalt getið —, minnast hans sem eins hins mætasta manns og nýtasta sonar fósturjarðarinnar. Og við, sem störfuðum með honum að sveitarmálum, þökkum honum gott starr og stuðning til framdráttar sínu sveitarfjelagi. Þökkum honum margar góðar minningar. Þökkum honum manndóm og höfðings- Iund. Fáum sólarhringum áður en Árni í Víkum Ijest á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, gaf hann því 500 krónur til ljóslækningadeildar. Árni var jarðaður frá heimili sínu Víkum að sóknar- kirkju sinni, Ketu á Skaga, að viðstöddu fjölmenni hjeraðsbúa. Á þriöja dag jóla 1935. B. F. Maffnússon. Sumar-óður. Sumardagur! sumardagur, sæluríkur, dýrðarfagur. Geislabrot leiftra um lægðir og fjöll, litauðugt blómskrúð þekur völl. Sólbjarti sumardagur. Sumar'kveld! sumarkveld. Skýin, þau klæðast í purpurafeld. Hafdjúpið laðandi líkist við blóð, logar í kveldroðans töfraglóð. Seiðandi sumarkveld. Sumarnótt! sumarnótt, sjúkum og angruðum gefurðu þrótt. I draumum þú veitir oss dýrðlega sýn, demanta auðlegð, er glitrandi skín. Draummilda dýrðarnótt. Sumartíð! sumartíð. Söngur í lofti og gróður í hlíð. Þá virðist oss lífið svo ljómandi bjart, og lofa svo góðu, og efna svo margt. Signaða sumartíð. S. K. Steindóvs. 7 • Hvaðan jeg kem, eða hvert jeg fer, jeg hef ekki minsta grun um það. Jeg veit það eitt, að jeg var og er visið og fölnað skógarblað. Sem langt út í geiminn burtu ber blærinn, um leið og hann flýtir sjer. Jeg sje ekki framar nein furðulönd, — freyðandi úthafið dylur sýn. Jeg vinalaus stend og varpa önd og veit ekki neitt um gullin mín. Örlaganornar helköld hönd hefir mig reyrt í kyngi bönd. S. K. Steindórs.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.