Óðinn - 01.01.1936, Side 13

Óðinn - 01.01.1936, Side 13
Ó Ð I N N 13 Sjera Jón N. Jóhannessen og frú Þuríður Filippusdóttir. Hinn 21. febr. síðastl. ljest ein af hinum mikilhæfustu og bestu prestskonum þessa lands, Þuríður Filippus- dóttir, kona sjera ]óns N. Jóhann- essens,prests að Stað íSteingríms- firði. Hún var dóttir hinna nafn- kunnu merkishjóna Filippusar Fil- ippussonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur, sem all-lengi bjuggu á Gufunesi miklu rausnarbúi. Þar ólst hún upp við reglusemi og dugnað, enda varð hún sjálf, er hún, ásamt manni sínum, reisti bú í sveit, frábær búsýslukona, bæði að því er hyggindi og dugnað snerti. Það var árið 1904, að hún, 19- ára gömul, giftist sjera Jóni N. Jóhannessen, sem þá var aðstoðar- prestur að Kolfreyjustað, en næsta ár fjekk hann veilingu fyrir Sand- fellsprestakalli í Öræfum, og á Sandfelli reistu þau bú næsta vor, en við fremur lítil efni. Sjera Jón er mjög vel gefinn maður og margfróður, og því varð hann nú ekki að eins prestur Öræfinga, heldur læknir þeirra um leið, — því langt og erfitt, og stundum alveg ómögulegt, er að vitja læknis í Öræfum —, enda hafði hann lært allmikið í lyfjafræði í Vesturheimi, eftir að hann hafði lokið guðfræðis- prófi hjer heima, og nú lagði hann enn meiri stund á að kynna sjer þau fræðj sem allra best, svo hann gæti hjálpað sem flestum. Þótt prestakall sjera Jóns væri þá ekki mjög stórt, fór mikill tími í að stunda bæði þessi störf, prests- starfið og eftirlit og hjálp sjúkra, svo sennilega hefði það mjög hnekt afkomu þeirra hjóna, ef kona hans hefði ekki getað hugsað um búskapinn, bæði inni og úti, eins vel og hún gerði, því þó sjera Jón væri góður búmaður og hefði mikla ánægju af allri bú- sýslu, þá skorti hann einatt tíma til þess að hugsa um búskapinn eins og þurfti hin fyrstu búskaparár sín. Eftir sjö ára dvöl í Öræfum áttu þau mikið og gott bú; en hugur þeirra leitaði til suðvesturlandsins, þar sem ættingjar og vinir dvöldu, og sótti sjera Jón því um Stað á Ölduhrygg og fjekk það embætti árið 1912. Þar bjuggu þau hjónin mjög góðu búi í 10 ár og áttu inndælt heimili. Gestrisni þeirra var mjög ann- áluð þar vestra, og kom það sjer vel fyrir marga, því Staðarstaður er í þjóðbraut, þegar farið er um Snæfellsnes sunnanvert. Minnist jeg margra ógleym- anlegra ánægjustunda, er jeg átti á heimili þeirra á þeim árum, þar sem jeg kom svo oft og alt af var tekið sem vini og bróður. Bæði voru þau jafnan samtaka í gest- risni og góðgerðasemi og mörg- um kærleiksverkum. Um prestsstarf sjera Jóns vóru allir á einu máli, að tnjög væri ánægjulegt að hlýða á messu hjá honum, söngröddin fögur og ræð- ur hans markvissar og ákveðnar, því hann hefur æfinlega vitað, á hvern hann trúði, og aldrei viljað hvika frá Kristi, »hinum kross- festa og aftur upprisna;« og var kona hans honum þar mikil stoð, því trú hennar var jafneinlæg og ákveðin og hans. Síðan bjuggu þau hjón að Breiðabólsstað á Skógarströnd, þar sem sjera Jón var prestur í 6 ár, og að Stað í Steingrímsfirði, þar sem hann enn er sóknarprestur, en af búskap ljetu þau síðastliðið vor, því þrátt fyrir búhyggju og dugnað þeirra beggja reyndist það ókleift að reka bú- skap með hagnaði, er kaupa þurfti allan vinnukraft, en þau voru bæði farin að lýjast til erfiðisvinnu á sextugsaldrinum, sem að líkum lætur, því aldrei höfðu þau sparað krafta sína, meðan þrek og þol leyfði. Þau hjón eignuðust þrjár dætur, af þeim er ein gift, Mattea, og á heimili á Akureyri; hinar báðar, Filippea og Guðrún, eru uppkomnar og hafa lengst af dvalið á heimili foreldra sinna, og allar hafa þær aukið mjög á gleði þess og gæfu, verið þar »sólbros frá sælulandi*, sendar góðvinum af guði alda. Það, sem sjerstaklega gerði heimili þessara mætu hjóna eins ánægjulegt og það var, var hin sameiginlega trú þeirra og traust til frelsarans, sem aldrei haggaðist, þó eitthvað bljesi á móti, og hin ákveðna ró, sem hvíldi þar yfir öllum og öllu, svo einhver kyrð og friður fór jafnvel um sálu gestsins, sem að garði bar; honum leið þar svo vel við hinn innilega hlýleika og hið hógláta bros húsbændanna. Þess vegna skiljum vjer, vinir þeirra, svo vel, að þeim hjónum fanst, sem hvert líðandi ár væri fegursta sambúðarár þeirra;

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.