Óðinn - 01.01.1936, Page 15

Óðinn - 01.01.1936, Page 15
Ó Ð;1 N N 15 Suo liðu ár — ein 8 eða 10 —, að aldrei og hvergi heyrðist hann nefndur á nafn, þangað til honum alt í einu skaut upp hjer heima, eins og segir í upphafi máls, langflestum að óvörum. Kemur hann þá beina leið eða rakleiðis frá Ameríku sem tvígildur læknir, aðallega sem »hómópati«, en einnig að nokkru leyti sem »allópati«. Hafði hann þá, á einhvern hátt, lært og stundað lækningar þar vestra öll árin, sem hann var þar. En þá kallaði heimþráin »aftur hingað heim* — og heim var hann nú kominn einhvern veginn og áður en nokkurn varði — heim til fósturforeldranna að Herríðarhóli. Þóttu þetta allmikil tíðindi og var tíðrætt um. Mun fóstra hans hafa þótt all-vænt og mikilsvert um hann þannig heim kominn aftur, sem marka mátti af því, að þegar eftir heimkomu Ameríkufarans gerði hann nokkuð að því, að ríða út með honum og kynna hann vinum og kunningjum, og var jeg einn af þeim, sem þannig fjekk fyrst að sjá þennan mann. Maðurinn var í meðallagi hár og heldur grannur í vexti, liðlegur og snotur á velli. I andliti var hann þá fremur toginleitur, mikið og gott enni, augun grá- leit, opin og athugul, nefið ívið bogið, mikið yfirskegg og sló gulum lit á, og höfuðhár líkt. Var andlitið greindarlegt, en drættir í kring um augu og munn breytilegir og báru vott um sambland af gletni og alvöru. I framgöngu var hann hæglátur og prúður, fámáll og fremur lágmæltur og fyrirferðarlítill, einkum í marg- menni, en ræðinn og reifur í fámenni, og einkum í tvímenni, og gat þá haft næsta hátt á köflum; fór það eftir umtalsefni, sem oft var gamansamt og kátlegt, en einatt lika alvarlegt, allra helst þó, ef við annan mann var, í góðu tómi. Var þá oft einna helst hugsað og rætt um rök og ráðgátur mannlífsins og tilver- unnar, sótt og varið, þótt aldrei yrði útkljáð eða fulln- aðardómur dæmdur. A sá, er þetta ritar, ótal margra slíkra samræðustunda við þennan mann að minnast, bæði fyr og síðar, og seint og snemma sólarhrings, flest árin, sem liðin eru frá heimkomu þessa Ameríku- fara, og telur sig hafa haft margvíslega gott af þeim stundum. Þá er að hverfa aftur að því, er sagt var um heim- komu Ameríkufarans að Herríðarhóli. Hann sat þar ekki lengi kyr eða fastur hjá fósturforeldrum sínum, hafði annað og meira og betra »í kollinum*. Þá var brúin nýlega komin yfir Þjórsá hjá Þjótanda, og alfara- leið lögð að henni og frá, austur og vestur um sýslur allar, frá Reykjavík og til Rangárvalla o. s. frv. Austan við Þjórsá, rjett hjá brúnni, og fast við þjóð- veginn, er allstórt holt, flatvaxið að ofan, með vall- lendis blettum hingað og þangað uppi, en valllendis- ræmum í brekkum allra hliða, en að öðru leyti er það hrjóstrugt og ósljett grámosaholt. En fallegt er þarna uppi. Sést þaðan út yfir nær alla Arnessýslu og mikinn hluta Rangárvallasýslu, nokkuð af Þjórsá og Hvítá og í sjó fram, og mestalt á landi innan fjallahringsins mikla um áðurnefndar sýslur. Suðvestast uppi á þessu holti reisir Ameríkufarinn heimkomni sjer bráðlega tjald og býr þar um sig og sitt, sem ekki var þá mikið fyrirferðar: að eins eitt- hvað af rúmfötum, hitunartækjum, bókum og meðala- birgðum. Og þarna og þannig hefst hann við heilt sumar eða vel það, aleinn um nætur og daga. En þarna heimsóttu hann þó margir, kunningjar og aðrir, sumir af forvitni, aðrir sjer og honum til skemtunar, en flestir bráðlega í lækningaerindum, því að brátt fór orð af lækningaviti og lækningahepni hans. Meðal þeirra var líka einu sinni, sem oftar, sá, er þetta ritar, og þakkar þessum lækni, Guði næst, líf tveggja smá- barna sinna, enda fór og sjerstakt orð af honum fyrir nærfærni og lánsemi við lækningar barna. En hjer hafðist hann fleira að en þetta. Hann fór, hve nær sem höndum komst undir, að róta þarna til, með skóflu og ljá, í kring um tjaldið sitt og þar á meðal fyrir ofurlitlum húsgrunni. Og ef rjett er munað, mun það litla hús hafa verið komið upp, a. m. k. að utan, nálægt byrjun næsta vetrar. í því húsi voru þó víst 4 herbergi, en flest heldur smá. Mikið eða langmest að þessu verki vann hann sjálfur og einn, og hvað innviðu herbergja snerti, var vafalaust »tjaldað því, sem til var«, en þó eigi skilið við, fyr en alt var snoturt og viðværilegt. I þessu húsi hafðist hann einn við allan veturinn næsta, nema hvað fjöldi manns heimsótti hann, og margur þáði hjá honum gistingu, þarna fast við þjóð- leiðina, og gistingunni fylgdi þá allur sá beini, sem einbúanum var unt að veita. En er hjer var komið, fór einsetumanninn að dreyma um, að »það væri ekki gott, að maðurinn væri ein- samalU, og þá að líta eitthvað í kring um sig í því efni, enda líka eitthvað á það mintur af kunningjum sum- um, og ef til vill einnig fengið bendingar nokkrar í eina eða aðra áttina. En hvað sem um það var, þá leið eigi á löngu, áður en hann hætti að vera »ein- samalU og kvæntist ungri og efnilegri stúlku. Leið þá og ekki heldur á löngu, áður en hann færðist í aukana og tók nú enn meir að róta til í holtinu sínu, umhverfis »íbúðarhúsið« sitt. Norðan og vestan til ' við húsið hallar holtinu aflíðandi til suðvesturs, niður að þjóðveginum. Þetta svæði girti hann garði og gadda-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.