Óðinn - 01.01.1936, Síða 29

Óðinn - 01.01.1936, Síða 29
Ó Ð I N N 29 Lögbrot tungu vorrar. Sjerhver þjóðrækinn maður ælti að unna tungu feðra sinna og fósturfoldar. Því fer og betur, að flestir eru þeir um heim allan, sem leggja alúð á að rækja vel þá skyldu. Tungan er fjöregg hverrar þjóðar. Hún er það lífsafl, sem skipar mönnum í sjerstæð þjóðfjelög og gefur þeim tilverurjett. Tungan ein ætti að ráða merkjum þjóða á meðal. Þau landamerki eru eðlilegust og rjettust. Tungan er því heilagur vernd- argripur, sverð og skjöldur hverri þeirri þjóð, sem vopn kann að meta, og því fegurri og fullkomnari sem tungan er,því betur ætti að gæta hennar og geyma. Einnig vjer Frónbúar eigum tungu, og höfum skyldur að rækja gagnvart henni. Ef ókunnur maður legði fyrir oss þessa spurningu: Hvað er það, sem fremur öðru hefur vakið athygli erlendra þjóða á yður Islendingum og gert yður fræga?, myndum vjer þá eigi allir hiklaust svara: Það er tungan, sem vjer höfum varðveitt í frek 1000 ár þannig, að hún er nær því óbreytt enn, og hin bókmentaauðgu lista- verk, sem á hana hafa verið rituð fyr og síðar. Að vísu er ljómi þeirra og sólroð mest og skýrast yfir hátindum hinnar svokölluðu fornsagnaaldar. A síðari tímum hafa og þeir verið uppi á landi voru, sem hafið hafa tunguna til nýs vegs og frama. Þótt margra mætti geta, nefni jeg að eins hjer þá Sveinbjörn skólastjóra Egilsson og jónas skáld Hall- grímsson. I ritverkum sínum sýndu þeir svo mikla vandvirkni, orðsnild og málfegurð, að þau hafa verið síðan öllum þeim, sem rita, líkt og blossandi, lýsandi viti fram á þennan dag. Jónas unni móðurmáli sínu jafnheitt og ungmenni ástmey, »sem elska saklaus hrífur fyrsta sinn«. Hann kveður funheit ástaljóð til tungu sinnar, sem uppi munu og lesin með aðdáun, meðan Island er bygt. Ber erindi þetta, ásamt fleir- um. órækan vott um það, að íslensk tunga hefur heillað hann og hrifið. Hún hefur veitt honum unað, algleymi og alsælu: Ástkæra, ylhýra málið Móðurmálið mitt góða, og allri rödd fegra! hið mjúka og ríka, blíð sem að barni kvað móðir orð áttu enn eins og forðum á brjósti svanhvítu. mjer yndið að veita. Skáldjöfurinn Einar Benediktsson lýsir og fagur- lega móðurmáli voru í hinu ódauðlega Aldamóta- kvæði sínu. Hann kann að meta kraft og fegurð þess, og hann á sjálfur næga málsnild og andagift til að færa sönnur á mál sitt. Þannig kveður hann: Land vort, það á eldforna lifandi tungu, hjer lifi það gamla í þeim ungu. Sá veglegi arfur hvers íslendings þarf að ávaxtast gegnum vort líf og vort starf, sem sterkasti þáttur alls þjóðarbandsins við þrautirnar stríðu og Hfskjörin blíð. Lát fyllast hljóm þeirra fornu strengja, lát frumstofninn haldast, en nýtt þó tengja við kjarnann, sem stóðst, svo að kyn vort ei hvarf sem korn eitt í hafi sandsins. Fegurra mál á ei veröldin víð nje varðveitt betur á raunanna tíð; og þrátt fyrir tískur og Ienskur og lýskur það lifa skal ómengað fyr og sið. Án þess týnast einkenni og þjóðerni mannsins, án þess glafast metnaður landsins. Þannig lítur skáldið, spekingurinn og föðurlands- vinurinn þjóðkunni Einar Benediktsson á þetta mál og það með rjettu. Engin þjóð heimsins á fegurra og fullkomnara mál en vjer Islendingar, og jeg hygg tæpast jafnfagurt og þróttmikið, ljóst og tiginmann- legt. A gullöld tungu vorrar voru einnig á hana rituð þau listaverk, sem flestar menningarþjóðir heimsins, stórar jafnt sem smáar, hafa dáð og undrað og jafn- vel reynt að helga sjer. Svo var þetta um Eddu- kviðurnar. Fjöldi Norðurálfuþjóða taldi þær sína eign. Um þetta varð hörð deila, líkt og um það, hvar Hómer skáld hefði fæðst. Sjö borgir sentu. Hver þeirra taldi Hómer fæddan hjá sjer (sbr.: Sept(em) urbes certant = sjö borgir deila o. s. frv.). Vjer sjáum því, að það er tungan, sem mest og best hefur haldið þjóð vorri uppi. Úr henni ófu fyrr- Hjer er til þess stund og staður. Stöðvum deilur. Sjerhver maður heyra mátti drottins dóm dynja í þessum hvella róm. Sagt hefur okkur sannleikann sá, er landinu heitast ann. Nú semji allir flokkar frið foringjans mikla leiði við. Síðan taka sáttir menn að syngja gömlu frelsisljóðin. Jón hefur sætt þá. Samhent þjóðin foringja sínum fylgir enn. Þ. G. ®
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.