Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 37

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 37
Ó Ð I N N 37 Sjera Friðrik Friðriksson: Starfsárin II. Frh. Alt gekk vel framan af vetrinum og fjölgaði óðum í fjelaginu. ]eg hafði engan frið fyrir ungu stúlkun- um, sem höfðu verið í stúlknafjelagi frú Valgerðar Briem, og vildu endilega halda fjelagsskapnum áfram. Svo fór að lokum, að jeg mátti til að láta undan og lofa þeim að koma annanhvern föstudag og halda fundi hjá þeim. Þetta varð svo, og brátt tók einnig að fjölga í fjelagsskap þeirra. ]eg hafði mikla ánægju af þessu nýja starfi, og oft var skemtilegt að ganga á milli bæjanna, einkum á heimleiðinni; þá var svo mikið næði til að hugsa, því að einatt var jeg einn alla leiðina, en stundum varð það og til ánægju, að piltarnir, vinir mínir úr Reykja- vík, gengu á móti mjer, stundum tveir eða þrír, og stundum heill hópur, mættu mjer við Kópavog eða í Fossvogi, og var þá oft glatt á hjalla á heimleið- inni. Á afmæli fjelagsins í Hafnarfirði, er það var ársgamalt, en það var 1. febr., efndi jeg til mikils af- mælisfagnaðar. ]eg fjekk lánað Góðtemplarahúsið, og bauð foreldrum drengjanna þangað og ýmsum mæt- um borgurum bæjarins. Fjelagsmenn sátu allir uppi á pallinum (scenunni) og sungu kynstur af þrótt- miklum fjelagssöngvum. En húsið niðri var alveg troð- fult af fólki. — Þá voru teknir inn allmargir piltar og þar á meðal ]óel Ingvarsson, og grunaði mig þá ekki, að jeg væri að fá þar efni í hinn besta fjelags- mann, sem seinna ætti að verða formaður fjelagsins um margra ára skeið. — Annan í páskum fóru 54 piltar úr Hafnarfirði skemtiferð til Reykjavíkur. ]eg gekk suður um morguninn til að sækja þá, og var lagt af stað kl. 10 og gengið í fylkingu til Reykja- víkur. í Kópavogi tók yngsta deildin og unglinga- deildin úr Reykjavík á móti oss; voru það á þriðja hundrað drengir, og urðu nú allir samferða niður í bæinn og sungu dátt. Á Öskjuhlíðarhálsi bættist við drengjaflokkur frá Seltjarnarnesi, því þar hafði jeg lítið drengjafjelag og var þar besti hjálparmaður minn Sophonias Sveinsson, ungur trjesmiður. Þegar komið var niður í bæinn, var haldinn stór fundur í K. F. U. M. og eftir fundinn tók jeg utanbæjar-piltana niður á »Hótel Island* og var þar veitt kaffi. KI. 6 um kvöldið fór jeg svo með flokkinn til Hafnarfjarðar og gekk síðan heim aftur, þreyttur og sæll. — Um vorið rjeðst jeg í að kaup3 dálítinn hvamm í Hafnarfjarðar-hrauni. Hafði Ungmennafjelag Hafnarfjarðar haft þar sína gróðrarstöð. Fyrir framan hvamminn var sljettur melur; þar ruddu piltarnir úr Hafnarfirði knattspyrnuvöll lít- inn og æfðu þar knattspyrnu. — Þannig leið nú tím- inn, með miklum fögnuði fyrir mig, og blómgun í fje- laginu á báðum stöðum. Það var mikil upplyfting fyrir mig að vinna þannig. ]eg eignaðist marga vini í Hafnarfirði fyrir utan fjelagið. Má jeg þar upp telja nokkra, sem voru mjer á þeim árum sjerlega góðir. Sýslumaðurinn, Magnús ]ónsson, var mjer ávalt hinn besti vinur, og stóð hús hans alt af opið fyrir mjer; eins var jeg einatt boðinn til Flygenrings kaupmanns. Þau hjón tóku mjer ætíð opnum örmum og vildu helst að jeg kæmi þar á hverjum mánudegi og borðaði þar. Það var yndi að koma í það hús; það var fínt hús, en alt þó blátt áfram og fildurslaust; börnin svo kurteis og glaðleg, húsbóndinn svo fróður og skemtilegur að maður gat alt af eitthvað Iært, og húsmóðirin svo framúrskarandi til að gera heimilið svo aðlaðandi eins og það var. Margar mínar bestu minningar frá þeim árum í Hafnarfirði eru knýttar við það heimiii. ]eg var alt af vanur að ganga heim á kvöldin eftir fundi, hvernig sem veður var. ]eg hjelt því fram, að ómögulegt væri að villast frá Hafnarfirði til Reykja- víkur, hve sótsvört hríð sem væri, aðeins ef maður hjeldi alt af til vinstri handar, þá hlyti maður að lenda niður að vogunum og gæti leiðrjett sig þar. ]eg fjekk líka sönnun fyrir þessu, því að aldrei kom það illviðri, að jeg þyrfti að vera um nóttina; en einu sinni var hríðin svo svört og snjórinn svo mikill, að jeg var sjö tíma á leiðinni, frá kl. 1U/2 til kl. 6V2 að morgni. Skömmu eftir þá ferð kom annað illviðri þessu líkt. ]eg lagði af stað kl. hálf-ellefu um kvöldið, en jeg hafði lofað að taka brjef hjá Flygenring og setja í póstkassa. Hjónin lögðu að mjer að vera um nóttina. Fagurt er að líta um Fnjóskadal skrtfddan á sumri skógarlundum, og heim að Hálsi er horfir sjón, blasir við brosandi bær í túni. Nú er fönn yfir fögrum dal; sorg og söknuður í sveit hennar, er kvatt hefur sinn kæra reit, og fjarri honum í fold hvílir. En svo sem vorsól vetri eyðir, skal Guðs ljós úr geði þíða sorg og trega, því svo er öllu mannlegu lífi mörkuð stund. Heimilislífið er hyrningarsteinn og meginstoð mannfjelagsins. Og góðar konur, er þar gæfu skapa, eiga fyrir starf sitt allra þökk. Og því líka þökk á þessi kona.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.