Óðinn - 01.01.1936, Page 42

Óðinn - 01.01.1936, Page 42
42 Ó Ð I N N fjelagsstarfinu og hafði verið með í því öllu, alt frá því er hann var í U-D, og mikill áhugamaður. ]eg talaði um þetta við hann, ef hann næði prófi, að vera þá eitt ár fyrir mig. Hann tók vel í það. Svo beið jeg fram yfir prófið; hann varð stúdent með sóma. En rjett á eftir prófinu kom hann til mín og sagði mjer frá því, að barnaskólastjórastaðan á Isafirði væri laus, og væri girnilegt fyrir sig, ef hann fengi hana, en hann vildi ekki ryfta því, sem við hefðum talað um. ]eg sá, að þau kjör, sem jeg gat boðið honum, voru miklu lakari en þau, sem honum gátu staðið til boða á Isafirði; hann hafði fengið áskorun um að sækja. ]eg sagði: Sæktu um stöðuna; ef þú færð hana, veit jeg að jeg á ekki að fara vestur; ef þú færð hana ekki, tölumst við aftur við. Svo sótti hann. í júlímánuði kom ]ón Vopni frá Winnipeg. Hann hafði umboð Bandalaganna til að semja við mig. Hon- um var mikið áhugamál að jeg kæmi. ]eg kvaðst vera viljugur til þess, ef Guð vildi. ]eg vissi það enn ekki. Hann bað um að jeg kæmi í október um haustið og bauðst til að leggja ferðapeninga á banka. ]eg vildi það ekki og sagði: »Ef Guð vill að jeg fari, mun ekki standa á peningunum. En jeg vil ekki hafa peningana vissa, ef ekki skyldi úr ferðinni verða*. — Þetta varð svo að vera. — Svo leið sumarið með sínum venjulegu sförfum. I ágústlok var staðan á ísa- firði veitt, en Páll fjekk hana ekki; þeir sögðu, að þeir gætu ekki búist við að halda honum til lengdar. — Nú var sá þröskuldur úr vegi, og jeg rjeði Pál til vetrarstarfs með mjer, ef jeg ekki færi vestur. ]eg sagði við Guð: »Nú verður þú að sýna mjer að þú viljir að jeg fari, ef það er í raun og veru vilji þinn! — Þú verður að láta mig fá peninga til ferðar- innar, án þess að jeg biðji nokkurn mann um þá; jeg fer ekki fyr«. — Þannig talaði jeg oft við Guð. Það varð nú kunnugt, að til stæði að jeg færi þessa ferð og stjórn fjelagsins var samþykk þessu ráði með Pál. Október byrjaði og vetrarstarfið komst í fullan gang. Hafnfirðingar voru dálítið kvíðafullir út af þessu fyrirhugaða ráði, en jeg hafði útvegað þeim loforð um starfshjálp frá fjelaginu í Rvík, og jeg vissi, að jeg gat treyst ]óel Ingvarssyni og starfsbræðrum hans; þeir voru ekki lengur orðnir upp á mig komnir; höfðu árið áður tekið að sjer húsaleiguna og voru búnir að koma á stjórn hjá sjer. — Vetrarstarfið fór vel af stað og var gleði og lyfting yfir því, og fann jeg æ betur, hve erfitt það væri að rífa sig frá því. Svo leið allur október og enn vissi jeg eigi, hvort jeg færi eða ekki, en jeg fann, að gæti jeg ekki farið um miðjan nóv., þá væri ekki til neins að hugsa um það. Sunnudag- inn 9. nóv. byrjaði Alþjóða bænavika K. F. U. M. og K. ]eg kvaddi yngstu deildina þannig, að jeg sagði: »Ef jeg verð hjer á fundi á sunnudaginn kemur, verð jeg hjá ykkur í allan vetur, en ef jeg skyldi fara núna í vikunni, þá kveð jeg til vonar og varac. Ura kvöldið, eftir bænasamkomuna, talaði jeg við Guð um þetta, og lagði fram þá ósk, að hann á einhvern veg vildi láta mig fá 800 krónur, ef hann vildi að jeg færi, og ef þær ekki kæmu, þá liti jeg svo á, að hann vildi að jeg væri heima og færi hvergi. — A mánu- dagsmorguninn kom Gísli gerlafræðingur Guðmunds- son til mín og sagði: »]eg gat ekki sofið í nótt. ]eg var að hugsa um, að ef þú hefðir á ferðinni aðeins ferðapeningana, þá gæti það verið hættulegt að hafa ekki meira, ef eitthvað óvænt kæmi fyrir, og langar mig til að biðja þig að hafa til vara 400 krónur, sem jeg hef fyrirliggjandi, og getur þú brúkað þær, ef þú skyldir þurfa, og sent mjer þær aftur seinna í vetur*. — ]eg þakkaði honum fyrir og kvaðst mundi þiggja þetta, ef jeg færi. — Þetta var mátulegt í fargjald og farar-nauðsynjar, en svo átti jeg eftir að greiða fyrir skuldaskifti við einn mann í bænum 200 krónur, sem jeg gat ekki látið undir höfuð leggjast að gjalda. Og 200 kr. þurfti jeg til heimilisþarfa fyrir haust- innkaup. — Nú fanst mjer líkindi vera til að ferðin mundi takast. ]eg gerði enda ráð fyrir því í Hafnar- firði um kvöldið. — Á þriðjudagsmorguninn kom ]úlíus Árnason til mín og sagði mjer, að hann hefði farið niður í banka og talað víð bankastjórana, og hefðu þeir gengið inn á að láta sjer nægja með 25 kr. mánaðar-afborgun upp í Iúðraskuldina í 4 mánuði, svo hjer hefði jeg 100 kr. Og þegar ]úlíus var far- inn, kom til mín hefðarkona ein og kvaðst hafa heyrt, að jeg væri að fara til Ameríku og vildi hún kveðja mig. ]eg varð dálítið undrandi, því að jeg þekti hana ekki mikið þá, og hafði aldrei haldið að hún hefði mætur á mjer. Að skilnaði fjekk hún mjer umslag og bað mig að geta aldrei um nafn sitt í þessu sam- bandi. Hún fór og jeg fann í umslaginu 100 krónur. Nú hafði jeg 200 krónur og flýtti mjer með þær til mannsins, sem við þeim átti að taka. Hann tók við þeim, innfærði þær og kvittaði fyrir. Svo fylgdi hann mjer til dyra og lagði 200 krónurnar í lófa minn, með þeim orðum, að nú væri þetta persónulega milli okkar, og kvaddi mig. ]eg veit ekki, hvort hann vill að jeg segi nafn hans og því sleppi jeg því. — Nú var þá svo komið, að jeg sá að jeg ætti að fara. Svo fór jeg að búa mig af stað. ]eg tók mjer far

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.