Óðinn - 01.01.1936, Page 47

Óðinn - 01.01.1936, Page 47
Ó Ð I N N 47 ins á menningarbrautinni hefur verið alt annað en óslitin sigurför, og gengið mjög misjafnlega hinum ýmsu kynflokkum. Það eru ekki nærri allar grein- ir mannkynsins, sem enn hafa komist að þrepskildi menningarinnar; svo er um Búskmenn í Afríku og Australíunegra, og ef til vill fleiri lítt þekta kynflokka í Afríku. Þessir menn hafa eiginlega ekki risið úr upprunalegri villimennsku; þeir hafa staðið í stað um margar árþúsundir; og telja mannfræðingar, að þeir muni gera svo meðan þeir eru uppi standandi. En svo eru aðrar þjóðir, sem komist hafa upp úr villi- menskunni, en stöðvast á einhverri tröppu skrælingja- skaparins. — Til þessara mannflokka teljast fleiri þjóðir í Asíu, Indíánar í Ameríku og mikið af svert- ingjum í Afríku, Eskimóar o. fl. Líffræðin sýnir, að það er mjög stutt tímabil, sem hin- ir andlegu hæfileikar mannsins hafa starfað og þró- ast hjer á jörðu. Þau sjereinkenni, sem áðskilja mann- inn frá dýrunum, hafa fyrst komið í Ijós fyrir tiltölu- lega stuttum tíma, eins og áður er sagt; — og það að eins hjá nokkrum mannkynsflokkunum, sem hinir andlegu hæfileikar hafa verið starfandi og náð nokkr- um þroska hjer á jörðu. — Vitsmunir, mannvit (Intelli- gens) er því, eins og áður er bent á, tiltölulega nýtt hugtak, og má því ætla enn vanþroska og veikbygt. Fræðimenn í þessum greinum telja einnig, að kyn- hnignun sje sá sjúkdómur, sem herjað hafi á mann- kynið síðan menning hófst, eða m. k. þar sem hún var komin á tiltölulega hátt stig. — Aldrei hefur verið uppi slíkur mannkynsstofn sem Forngrikkir; glæsilegri nje gervilegri þjóð. Hann úrkynjaðist alveg. Orðum hinna vitru manna, sem sáu hættuna, var ekki sint. Sama er að segja um hina fornu Rómverja, hina hraustu og ágætu þjóð, sem lagði undir sig allar ná- lægar þjóðir og ríki, og varð um tíma hið voldugasta heimsveldi, er uppi hefur verið. Þessi þjóð úrkynjaðist, og varð eigi fær um sitt mikla hlutverk. — Róm- verjar skiftust í sex stjettir manna. Lægsta stjettin voru fífl og úrættaðir aumingjar yfirleitt. Þeir voru lausir við allar borgaralegar skyldur, svo sem herþjónustu og skatta, og höfðu heldur ekki nein mannrjettindi. Þessi lægsta stjett var öll ómagar á ríkinu. En hún var nógu góð til að tímgast; eignast börn. Það var beinlínis til þess ætlast. — Hinar hærri stjettir þótt- ust of góðar til þess, eða vildu ekki leggja það á sig. Rómverjar horfðu á það með ró, að þeirra ágæta kyn »visnaði í toppinn« en blómgaðist að neðan.,— Að vísu er stjettaskifting Rómverja löngu dauð hjá flestum menningarþjóðum. — En eru ekki meinsemd- ir þær, sem urðu þeirra mikla ríki að falli, enn til sfaðar? Hvílir ekki hin »dauða hendi« fortíðarinnar yfir oss enn þann dag í dag? Eftirmáli. Þessi stutta ritgerð, um stórt mál, er samin fyrir einu ári, og átti að flytjast í útvarpinu, en af því gat ekki orðið. Hún var sniðin til þess að vera eitt út- varpserindi, og einkum samin til að vekja áhuga um málið og ofurlitla fræðslu um leið. Hjer á landi hefur að mestu verið hljótt um þessi mál. Fyrir nál. 15 árum birtist ágæt grein eftir dr. Guðmund Finnbogason í Andvara, er hann nefndi: Mannakynbætur. Er hún nokkru fyllri og fróðlegri en þessi, en fer nokkuð aðrar leiðir. I Eimreiðinni þ. á. II. h. kom út grein, eftir ]. Gauta Pjetursson: Er ættarkjarna sveitafólks hætta búin? Greinin hefur vakið eftirtekt margra að m. k. í sveitum. ]eg hef orðið þess var, að nokkrir yngri mentamenn hjer telja þessi mál lítils verð, og að þau muni hjaðna niður eins og hver annar hjegómi. — ]eg vil enn leyfa mjer að bæta hjer nokkru við, til andmæla þess- ari skoðun. ]eg sýndi fyrst fram á, hve ætlgengisskoð- unin hefði verið rík hjá forfeðrum vorum. Hennar verður vart langt aftur í heiðni. — Sagan um Geir- mund Heljarskinn og Hjörleif bróður hans ætti að vera kunn íslenskum börnum enn í dag. Þeir voru svo svartir og ljótir fæddir, að móðirin gat ekki á þá horft, og skifti þeim við Leif ambáttarson. Þeir voru aldir upp í ösku, eins og önnur þrælabörn, en Leifur »Ijek á lófum«. — Nú teljum vér oss til frama að vera komnir af Geirmundi. Saga þeirra bræðra endurtekur sig að nokkru í okkar gömlu og góðu þjóðsögnum. — A 6. öld fyrir Krists burð á gríska skáldið Theognis af Megrara að hafa skrifað: »Vjer sækjumst eftir hestum og kúm af góðu kyni, og vjer trúum því, að af góðu fæðist gott, og þó forðast ekki vel gerður maður að taka sér Ijelega konu af slæmu kyni«. Nálægt einni öld síðar kom heimspekingurinn Plato með kenningar sínar um manna-kynbætur. Hann vildi að ríkið annaðist það mál, að úrvalið tfmg- aðist, svo sem hægt væri, eða þörf væri fyrir, en úrgangurinn látinn hverfa. Að sjálfsögðu þykjumst við, gamlir bændur, sem fengist höfum við kynbætur húsdýra alla okkar æfi, bera nokkurt skyn á þau mál. En við vitum einnig, að sú skoðun hefur ríkt um fleiri aldir, að sjálf nátt- úran eða guðleg forsjón ætti ein að ráða fram úr þessum málum. Ríkis-afskifti eða þings mættu ekki koma þar að.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.