Óðinn - 01.01.1936, Page 51

Óðinn - 01.01.1936, Page 51
Ó Ð I N N 51 Jósef Jónsson og Ðjörg Grímsdóttir. í síðasta árgangi »Óðins« (1935), bls. 87, eru »Minningarorð« um hjónin ]ósef Jónsson og Björgu Grímsdóttur, sem áður bjuggu í Dalasýslu, en hvíla nú bæði dáin í Borgarnesi. — Myndir af þeim áttu að fylgja greininni, en af vissum orsökum gat það ekki orðið, og birtast því myndir þeirra hjer. Jósef Jónsson. Björg Grímsdóttir. Gleði lífs til elli unni, æska vóx á sálargrunni, fagnaðsræður flutti’ af munni. Hjegóma’ ei nje hroka þekti, hreystin elli lengi blekti, maðurinn var af mætu slekti. Hjer er farinn hreysti-drengur, höfðingsmennið sjest ei lengur. Háættar er hrokkinn strengur. Látum alla aldna falla, eftir standa betri varla. Tíðaranda’ er helst að halla. Þá er kveðjan þessi’ ’in besta, þó að bana megi’ ei fresta, að birti' af látnum lífs til gesta. Það er eins og aftanroði ævin hinst, er friðvild boði — nema standi nærri voði. Hver fyrir sig í huga skoði. Björgvin Vigfússon, sýslumaður á Efra-Hvoli. Sjötugur 21. október 1936. Landsins þíns prýði’ og ljómi, Iifðu enn góða stund. Skóli þinn, sýslu sómi, sýnir þitt hyggju pund. Veiti’ hann, að þínum vonum, vegferðar nesti gnægt sýslunnar bestu sonum, sálar- og líkamsrækt. Sjötugur sýslumaður! sit heill þinn Efra-Hvol, uns þú í geði glaður gistir hinn Efsta-Hvol. Mæðgum og mætum hlyni miðlaðu kveðju’ í hús, frá senda frænda og vini, frater in artibus! x.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.