Óðinn - 01.01.1936, Síða 53

Óðinn - 01.01.1936, Síða 53
Ó Ð I N N 53 Ólafur Bjarni Jóhannesson. Þessi æskuár Ólafs Jóhannes- sonar, fram um fvítugsaldurinn, skiftast milli námsins í Latínu- skólanum á vetrum og verslunar- starfsins heima í átthögunum á sumrin. Það lftur svo út, sem hugur hans hafi meira beinst að verslunarstarfinu, og var hann þó góður námsmaður og gekk vel í skólanum, 03 meðal skóla- bræðra sinna var hann mjög vin- sæll, því að þeir mintust hans jafnan á einn veg, sem eins hins besta og skemtilegasta fjelaga í þeirra hópi, að því er jeg hef heyrt á þeim, sem kunnugastir voru honum á þeim árum. — — Kristinn O. Jóhannesson. Haustið 1888 sigldi Ólafur til Kaupmannahafnar og hugðist að lesa þar lyfjafræði, en atvikin höguðu því svo, að hann hvarf heim til ættlands síns aftur, að tæpu ári liðnu, og þá afhuga öllu sjernámi. Stóð hann nú á tímamótum. Sterk straumhvörf höfðu orðið í lífi hans. Hinar fyrri vonir sjálfs hans og ættmenna hans, um embættis-frama, höfðu allar dáið. Borgir æsku hugsjónanna hrunið í rústir. Ten- ingunum er kastað. Skólaárin, með öllum sínum marg- víslegu minningum, liggja að baki, en fram undan er sú braut, sem að vísu var ekki ókunn, en að mestu óráðin. Nú voru það enn verslunarstörfin, sem við tóku. Og það má happ heita, að örlögin skipuðu hon- um þar í röð, er hann síðar stóð til efsta æfidags, enda þótt jeg sje þess fullviss, að sæti Ólafs Jó- hannessonar hefði verið vel skipað, hvar sem hann hefði verið settur á bekk í lífinu. — Hæfileikar hans voru slíkir, að hann var hvergi meðalmaður. II. Eftir heimkomuna frá Höfn fór Ólafur til foreldra sinna, heim að Sveinseyri, og dvaldi þar árlangt. En hann fann þar ekki viðnám krafta sinna, og leitaði sjer atvinnu að heiman, í átthögunum vestra. Reynd- ist það þó árangurslaust í fyrstu. Skrifaði hann þá hinum fyrra húsbónda sínum, Sigurði kaupm. Bach- mann á Vatneyri, er áður hafði reynst honum best, og fjekk hann um hæl svarbrjef þess efnis, að vinna stæði honum til boða, og skyldi hann koma, heldur fyr en seinna. Fór hann þá sem fastamaður til Sig- urðar Ðachmanns. Var það árið 1890. Frá þeirri stund til hinsta æfidags vann Ólafur að heill og viðgangi Vatneyrar á öllum sviðum, enda ber nú staðurinn merki handa hans og anda, og mun gera það um næstu ókomin ár. Það var ærið verkefni að vinna á Vatneyri fyrir mann, jafnáhugasaman og kraftmikinn sem Ólafur var þá. Og hann taldi aldrei stundirnar, sem hann vann, enda gerði hann aldrei kröfu til »að alheimta daglaun að kvöldum*. Þegar störfum var lokið að kvöldi, í versluninni, var það all-oft venja hans, þegar veður leyfði, að róa til fiskjar fram á fjörðinn, og var hann furðu aflasæll í þeim ferðum, bæði á færið og byssuna, en byssu- laus fór hann sjaldan á sjóinn. Hann var skotmaður hinn fimasti, bæði á sjó og landi, enda lipurmenni hið mesta. Lá hann úti fyrir tófum, að vetrarlagi, um all-mörg ár, með góðum árangri. Ekki var kaupið hátt, sem hann hafði fyrstu árin. En það var sem blessun hvíldi yfir störfum hans og einnig því fje, sem hann vann sjer inn. Þótt Ólafur væri gleðimaður mikill og í æsku ærslafenginn í meira lagi, var jafnan hin fylsta reglu- semi á öllu því, er að versluninni !aut, og hann átti að sjá um. Kom það sjer vel síðar, er hann varð »factor« við þá sömu verslun, og enn seinna eigandi hennar. Árið 1896, í ágústmánuði, seldi Sigurður Bach- mann Pjetri J. Thorsteinsson og Guðm. Thorsteinsson, á Bíldudal, verslun sína á Vatneyri. Varð þá Ólafur verslunarstjóri hjá hinum nýju eigendum verslunar- innar, og gegndi því starfi þau 10 ár, sem þeir áttu verslunina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.