Óðinn - 01.01.1936, Side 55

Óðinn - 01.01.1936, Side 55
Ó Ð I N N 55 gaman að heyra og sjá, hvernig hann leit á samtíðar- menn sína í æsku. Jeg þekti hann að eins 5 síðustu árin, sem hann lifði, en jafnvel þá bjó hann enn yfir slíkum hæfi- leikum, að unun gat verið á að horfa. — Var sá eiginleiki einn af mörgum, sem hann var gæddur, því að hann var fjölhæfur mjög. Auk skemtilegra gáfna hafði hann fengið staðgóða mentun, sem hann var svo stöðugt að bæta við, til æfiloka. Hann var minn- ugur vel, enda fróður um margt. Tungumálamaður hygg jeg að hann hafi verið ágætur að upplagi, og mun þó franskan hafa látið honum best, enda fjekk hann snemma æfing í að tala það mál, við þá mörgu sjómenn, er komu með frakkneskum skútum á hverju sumri til Patreksfjarðar. Sýnir það einnig, hvert álit hann hafði meðal ráðandi manna frakkneskra, að hann var gerður frakkneskur »konsular-agentc fyrir Vestfirði 3. maí 1911. Var því oft gestkvæmt í húsi hans af Frökkum, meðan hinar mörgu frakknesku skútur gengu hjer við land. Síðar sæmdi Frakklands-stjórn hann frakkneskri orðu, Officier l’academie. IV. Arið 1914 er merkisár í sögu Patreksfjarðar. Eins og fyr er sagt, keypti Ólafur Jóhannesson Vatneyrar- verslun og mikið af Vatneyrinni, með húsum og mann- virkjum, tilheyrandi útgerðarstöðinni, það ár. Utgerðin á Vatneyri var þá ekki nema svipur hjá sjón, miðað við það, sem nú er. Nú mun hún vera eitt fullkomnasta útgerðarpláss landsins, og alt er það, að heita má, fyrir tilverknað Ólafs Jóhannessonar, og nú í seinni tíð sona hans. I tíð »Miljóna-fjelagsins« (A/S P. J. Thorsteinsson & Co.) voru all-mörg skip (kútterar) gerð út á hand- færaveiðar frá Vatneyri. Þegar Ólafur keypti, fækk- aði þeim að mun. Gerði hann þessi skip út: »Diddó«, »01evette«, »Smyril« og »Þröst«. Hætti »Þröstur« að ganga 1935, en þrjú hin fyrnefndu laust fyrir 1930. Meðan skak-skipaútgerðin var sem mest á Vatneyri, í tíð »Miljóna-fjelagsins«, var óhjákvæmilegt að láta gera bryggju þar, og var hún bygð árið 1908. Var það að vísu hafskipabryggja, en ekki nema vísir til þeirrar bryggju, er nú stendur þar. Það leið ekki á Iöngu, er Ólafur hafði keypt Vatn- eyrina, að ýmsir fóru að gefa staðnum meiri gaum en áður. Sjálfan dreymdi hann stóra drauma um frarh- tíðina á Vatneyri. Hann var ávalt bjartsýnn, en hann var framsýnn um leið. Og draumarnir rættust, eftir því sem árin liðu og efni jukust. Það var fyrst eftir að hann var orðinn eigandi Vatneyrar, að nokkrar líkur fóru að verða til þess, að sú ósk hans rættist, er hann á fyrsta hjúskaparári sínu ljet í ljós við konu sína, er þau, sumarkvöld eitt, sátu uppi í hlíðinni, ofanvert við vatnið, er eyrin dregur nafn af, og horfðu yfir eyrina og fjörðinn, silfur- speglandi og fagran. Þegar þau höfðu setið þar um stund og horft í þögulli hrifning, í kyrð kvöldsins, yfir eyrina fögru, hið lítt numda land, rauf hann alt í einu þögnina og mælii: »Hjer vildi jeg lifa og hjer vildi jeg deyja«. Það voru litlar líkur til þess þá, 1896, að þessi ósk hans gæti nokkurn tíma ræst, í þeim skilningi, sem hann meinti. Þau hjón, Ólafur og frú Auróra, byrjuðu búskap sinn með tvær hendur tómar. Og vart mun hin unga kona þá hafa vogað að gera sjer svo djarfar vonir, að þessi ósk manns hennar yrði nokkru sinni að veru- leika, og síst slíkum, sem raun hefur síðan á orðið. Efnin voru engin, til að byrja með, eins og jeg sagði, en því einlægari vilji og áræði til atorku og dáða. Og frá því fyrsta var hin hulda hönd gæfudísanna þeim hliðholl. — Lánið var með t hverju því verki, er Ólafur kom nærri. Og af persónulegri viðkvnningu við hann veit jeg það, að hann þakkaði aldrei sjálf- um sjer sitt mikla lán og gengi. Hann vissí, og viður- kendi jafnan, að það hvíldi í höndum æðra valds. Hann var sjerlega trúhneigður maður og einlægur vinur kirkju og kristindóms. Við áttum oft tal saman um trúmál, og var ánægjulegt að ræða þau málefni víð hann. Það var ósjaldan, eftir að leiðir okkar lágu saman, að jeg heyrði hann segja, þegar eitthvað krepti sjerstaklega að: »Það raknar úr þessu von bráðar, og betur en áhorfist. Jeg hef beðið um það, og jeg trúi því. Drottinn minn hefur alt af hjálpað mjer, þegar mest hefur reynt á. Og hann mun einnig gera það nú«. — Slík var trú hans, og í samræmi við hana virtist mjer hann breyta. Það var mikið verk að vinna á Vatneyri fyrir á- hugasaman mann og framsýnan, en það var Ólafur hvorttveggja. Tók hann nú þegar að byggja fleiri hús, tilheyrandi útgerðinni, stækka fiskreitana, leggja járn- brautarspor um þá og fullkomna útgerðarstöðina á einn og annan hátt. En stærsta framfarasporið fyrir Vatneyri og kauptúnið Patreksfjörð er stigið, þegar hann byrjar á togara-útgerð. I nóv. 1925 kaupir hann togarann »Glað«, sem hann skírði upp og kallaði »Leikni«, og gerði hann út í 6 ár, þar til togarinn strandaði 21. nóv. 1931. Liðu nú fjórir mánuðir svo að enginn togari gekk frá Vatneyri. En í marsm. 1932 kaupir Ólafur togarann »Gylfa« og í sept. sama

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.