Óðinn - 01.01.1936, Síða 65

Óðinn - 01.01.1936, Síða 65
Ó Ð I N N 65 hvern. Hún unni morgunslundinni og notaði hana kappsamlega, hafði vanalega undirbúið drjúgum dags- verkið er aðrir risu á fæfur. Eftir að þau hjónin ljetu af búskap um 1920, stóð hún enn fyrir búi ]óhannesar og Eiríks sona sinna til ársins 1922, er maður hennar Ijetst, en úr því fór heilsa hennar að bila, sjerstaklega eftir lát Eiríks sonar hennar, er hún tregaði mjög mikið. Arið eftir lagðist hún í rúmið og fór aldrei á fætur eftir það. Var hún hjá Jóhannesi syni sínum í Vallholti og naut framúrskarandi ástúðar og umhyggju þeirra hjóna í elli sinni; enda sagði hún oft þeim, er þetta ritar, að þó hún hefði oft átt erfitt á lífsleiðinni og sjer hefði fundist skaparinn leggja á sig of þungar byrðar, þá hefði hún þó aldrei getað óskað sjer ánægjulegra og rólegra æfikvölds. Hún var líka jafnan glöð og skraf- hreyfin við hvern sem að garði bar og leit inn í her- bergið til hennar. Þó Guðrún væri alin upp á þeim árum, er því var trúað, »að menn ljetu ekki bókvitið í askana«, unni hún þó mentun og bókvísi, og er hún var unglingur, lærði hún sjálf að draga til stafs á umslög, er hún fjekk hjá föður sínum. Þegar t. d. það kom til tals, að Valdimar, sem var elstur þeirra bræðra, færi á Möðru- vallaskólann, dró faðir hans heldur úr því, þótlist tæplega mega missa hann heiman að og ekki geta kostað hann, sagði hún hið gagnstæða. Hann yrði að fara, fyrst hann langaði til þess, enda sagði hann, að hún hefði gert alt til að hjálpa sjer, þó að hún hefði sjálf af litlu að taka, og alt af var hún að senda hon- um ýmislegt, er hún hjelt hann vanhagaði um. Hann segir svo sjálfur frá: »Hún sendi mjer líka oft sjálf línu, sem hún skrifaði jafnan á hnje sjer, af barnsvan- anum. Skrift hennar var hrein og læsileg, og þótti mjer vænna um þau brjef, þó að stutt væru jafnan, en frá megi segja«. Af ástúð og umhyggju móðurinnar höfðu öll systkinin þessa sömu sögu að segja. Um hjeraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvent, segir skáldið Guðm. Friðjónsson, og eins er lítill tregi og engin sorg á ferðum, þó ekkja falli í valinn með 70 ár á herðum. ]á, jeg býst við því, að það muni ekki þykja mikl- um tíðindum sæta, svona yfirleitt, þó að gamalmenni hverfi til hinstu hvildarinnar. En samt finst mjer það undantekning með Guðrúnu í Vallholti. Hún var merkilegur fulltrúi sinnar kynslóðar. Æfi hennar var fjarskalega erfið og baráttusöm á stundum, en það bugaði hana ekki, heldur stælti. Hún var hetja á raunastundunum og gleymdi þeim aldrei. Þess vegna var hún líka stór í meðlætinu, og þreyttist aldrei á að brýna dáð og 'dugnað fyrir börnum sínum- og vinum. Hún trúði á Guð og treysti honum, trúði því, að ef hún legði fram sína krafta, þá mundi hann heldur ekki synja henni um sína bænheyrslu. Hún trúði á sjálfa sig þannig, að ef hún misti ekki móðinn, þá mundu jafnvel hinir ægilegustu erfiðleikar sigrast að lokum, og hún trúði á landið, frjósemi moldarinnar, að móðir náttúra mundi verða veitul á gæði sín hverjum þeim, sem hefði manndáð, framtak og útsjón að afla þeirra og gæta. Guð gefi að slík trú mætti sem lengst verða kyn- fylgja íslensku þjóðarinnar. St. V. Til G. Björnson, fyrv. landlæknis. Á sjötugsafmæli hans 12. okt. 1934. Dýr var æskudalur, draumar óskalanda, horskur rjeði halur hollan lærdóm vanda. Hlýtt í hróðrar sölum hljómur tóna slyngur óx í dýrum dölum, dáður Húnvetningur. Vilji, vit og hreysti vann og hikaði eigi, gátur lífsins leysti á lækna þyrnivegi. Hefur lýða hylli, heldur andans skildi, mannúð, ment og snilli, mannsins sanna gildi. Þakkar hver, er þáði þinnar fræðslu njóta, lærdómspróf með láði ljetstu marga hljóta. Mentarúnir rjettar rækir gáfnaslyngur, sómi sinnar stjettar, sannur Islendingur. Álfkona. Lögrjetta. 31. árg. Lögrjettu er nýlega kominn út, allur í einu lagi, eins og Óðinn á þessu ári. í Lögrjettu eru ýmsar greinar undir fyrirsögninni: »Um víða veröld*, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason »Þættir úr stjórnmálasögu íslands 1896 — 1918«, 12 útvarpserindi Þorsteins Gíslasonar frá fyrrihluta þessa árs. Niður- lag sögunnar »Gríma«, eftir Theódór Friðriksson. Niðurlag sögukaflanna »Frá Litlafjalli*, eftir Þorstein ]ósefsson. Kvæði eftir Pjetur Beinteinsson frá Graf- ardal og Þorstein Gíslason, og ýmisl. fleira. ®®0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.