Óðinn - 01.01.1936, Page 68

Óðinn - 01.01.1936, Page 68
68 Ó Ð I N N Elín Ogmundsdóttir Scheving. Fædd 4. janúar 1838. — Dáin 25. nóvember 1932. Sumar sálir eru hljóðar og þöglar; þær starfa, lifa og líða í kyrð og ró; taka lítinn þátt í galsa og glaumi, en hafa hugann bundinn við þau störf, sem eru grund- völlur allra starfa — heimilis- og uppeldisstörfin; þær verja öllum kröftum sínum, andlegum og líkamlegum, til þess að hlúa og hlynna að þeim reit, sem þær hafa tekið að sjer að rækta — vernda og verja þau blóm, sem þar vakna og vaxa. Þær þekkja engin hnitmiðuð stundastörf, heldur er oft og einatt klipið af tíma svefns og hvíldar, til þess að geta Iokið trú- lega öllu því, sem nauðsyn krefur og kallar. Þannig hafa margar íslenskar konur verið — sjerstaklega á landnámsárunum. Ein þeirra var Elín Ögmundsdóttir Scheving. Hún var fædd að Bíldsfelli í Grafningi í Árnessýslu 4. janúar 1838. Var faðir hennar Ögmundur bóndi Jónsson, en móðir Elín Þorláksdótfir, kona hans, frá Flögu í Skaftafellssýslu. Hún giftist sjera Lárusi Scheving Hallgrímssyni; var faðir hans Hallgrímur kennari við Latínuskólann, fyrst á Bessasföðum og síðar í Reykjavík. Þau voru átta ár í hjónabandi og var Elín 32 ára þegar hún misti mann sinn. Lengst bjuggu þau á Vogsósum í Selvogi, en síðar að Stakkavík; varð þeim fjögurra barna auðið, og voru þau þessi: Elín Kristín, dó heima á íslandi 15 ára gömul; Ögmundur, sigldi til Suðurlanda og hvarf, án þess að til hans spyrðist; Valgerður, gift Gísla Gíslasyni frá Bitru í Flóa; tók hann sjer nafn konu sinnar og kallaði sig Scheving; og Lára, er gift var Ásmundi Freemann verslunarmanni; á hún nú heima skamt frá Winnipeg, ásamt syni sínum, Lárusi Scheving. Vestur um haf fluttist Elín árið 1887, með Láru dóttur sína; var hún í för með Jóni bróður sínum, en hann var fáðir þeirra Jóns J. Bíldfells, fyrverandi ritstjóra »Lögbergs«, Ögmundar járnbrautarmanns í Winnipeg og Gísla, bónda í Foam Lake, Sask. Systkini Elínar, auk Jóns, voru þessi: Valgerður, móðir Ögmundar Sigurðssonar skólastjóra og Kristjáns, fyrverandi ritstjóra »Lögbergs«; Ingigerður, kona Kol- beins í Gölt í Grímsnesi; Sigríður, kona Sigurðar í Bræðraborg í Reykjavík (en sonur þeirra er Sigur- mundur læknir Sigurðsson á íslandi); Ólafur, faðir þeirra bræðra Ingvars og Ögmundar Olson’s, og Ög- mundar, bónda á Öxnalæk í Ölfusi. Jafnvel þegar heimilisfaðirinn er í broddi fylkingar, þarf kjark og hugrekki fil þess að yfirgefa ættjörð sína og þjóð, vini og vandamenn, og flytja í ókunna heimsálfu; en til þess þarf þó margfalt meiri kjark, þegar um einstæðings ekkju er að ræða, með barn í eftirdragi. Sjerstaklega mætti ætla að óhjákvæmileg barátfa fyrir lífinu hefði vaxið Elínu Scheving í aug- um, þegar tillit er tekið til þess, að hún heyrði til þeirri stjett manna á Islandi, sem kalla máfti að bað- aði í rósum í samanburði við kjör alþýðunnar. En hún ljet sjer enga framtíðar-erfiðleika fyrir brjósti brenna, heldur Iagði ótrauð og hugheil út í baráttuna, þegar hingað kom, og vann hjer baki brotnu. Frú Scheving hafði um tíma á hendi greiðasölu í Winnipeg, en flutti síðar út á land og barðist þar um Iangt skeið með dóttur- sinni og barni hennar. Var hún hjá henni til dauðadags og andaðist 25. nóvember 1932, svo að segja hálf-tíræð. Síðustu árin höfðu ellimörk og þreyta lagt hana í rúmið og naut hún þá umsjár og aðhlynningar dóttur sinnar, með þeirri alúð og nákvæmni að orð var á gert. Elín Scheving var gædd mörgum þeim einkennum, sem prýtt hafa þær konur, er mestar og bestar hafa verið uppi með Islendingum: Hún var gesfrisin með afbrigðum og rausnarleg í hvívetna; sfórlynd og geð- rík, en hjelt jafnan skapsmunum sínum innan vjebanda vits og stillingar. Hún var sjálfstæð í skoðunum, og ljet ekki hlut sinn í þeim efnum fyrir neinum, en gætti þó sanngirni og hjelt engu máli til streyfu athugunarlaust. Hún var frábærlega frændrækin og vinföst, og minti í því, sem mörgu fleiru, á þær konur, sem lengst lifa í fornsögum vorum. Ágætlega var hún að sjer í íslenskum bókmentum og skáldskap, og kunni ógrynni af íslenskum Ijóðum; voru þau henni, sem mörgum öðrum, andleg og heil- brigð næring á eyðimerkurförinni. Þegar minst verður íslenskra rausnarkvenna, á Elín Scheving að sjálfsögðu sæti meðal þeirra. Sig. Júl. Jóhannesson. m Þættir úr stjórnmálasögu íslands 1896-1918. Tólf útvarpserindi, eftir Þorstein Gíslason. — Fást nú hjá bóksölum. — 12 arkir. — Verð kr. 4,50. 2X2®

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.