Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 73

Óðinn - 01.01.1936, Qupperneq 73
Ó Ð I N N 73 um, og farþegar voru látnir ganga í röð, einn og einn, kom jeg auga á ungan pilt, á að giska 16-17 ára, þriðja eða fjórða í röðinni fyrir framan mig. Jeg hugs- aði með mjer, að jeg mundi þora að tala við hann, ef við kyntumst, og bað Quð, í huganum, að gefa mjer hann að kunningja. Mjer þótti því heldur vænt um, er jeg sá við miðdagsborðið, að hann átti sæti beint á móti mjer við borðið. Hann sat þar við hlið- ina á ungum, glæsilegum manni, og hjelt jeg, að það væri eldri bróðir hans, en seinna fjekk jeg að vita, að hann væri frændi hans, búsettur í Canada, og hafði hann boðið frænda sínum með sjer í kynnisferð til Ameríku. Kunningsskapurinn byrjaði með því, að hneigja kolli hvor til annars. Fyrstu tvo dagana var jeg eins einmana eins og jeg hefði verið úti á öræfum einn. Jeg yrti ekki á nokkurn mann, nema ef jeg varð að spyrja einhvern af starfs- mönnunum einhvers. Allir voru þeir mjög kurteisir. Alt var fyrir mjer sem í draumi. Jeg hafði aldrei á æf- inni lifað hvern dag í »vellystingum praktuglega* á svipaðan hátt og þarna. Mjer fanst alt svo skrautlegt og viðhafnarmikið, að þau fyrstu farrými, sem jeg hafði verið á með dönsku skipunum, komust í engan samjöfnuð við þetta að viðurværi og þægindum. Neðst var borðsalur afarstór, með 19 borðum, og 16 sætum við hvert borð. Farþegar voru þá tæplega helmingur þeirrar tölu, sem rúmast gat þar. Salurinn var niður við sjávarborð. — A næsta lofti bjó starfsfólkið, og á loftinu þar fyrir ofan voru svefnklefarnir. Jeg var þar einn í klefa; hann var ekki mjög stór, en mjög þægilegur. Þá var á næstu hæð (þilfari) fyrir ofan afarstór og skrautlegur lestrarsalur, með hæginda- stólum og smáborðum, og mjög stóru og vel völdu bókasafni; var þar ávalt til staðar bókavörður, og var hægt að sitja þar og lesa, og einnig mátti fá lánaðar bækur út af salnum. A næstu hæð var reykingasalur- inn, og voru þar skrifborð með öllum skriftartækjum og pappír og umslögum eftir vild, alt með mynd og nafni skipsins. 1 þeim sal undi jeg mjer best. I kring um þessa sali voru breið þilför, og var það all- langur vegur, sem nota mátti á skemtigöngu; var hægt að ganga 160 skref eftir skeifulagaðri braut; voru þar og margir reyrstólar til hvíldar. — Aldrei hef jeg lifað reglubundnara lífi en þá daga. Mjer fanst það að því leyti eins og væri jeg í klausturlífi, en af viðurværinu og skrautinu dró jeg þá ályktun, að jeg væri einhver stórhöfðingi dularklæddur. Jeg fór á fætur kl. 7 á morgnana og hafði mína guðræknis- stund, og las áframhaldandi kafla í 1. Pjetursbrjefi; kl. 8 fór jeg til morgunverðar niður í borðsalinn. Þjónn stóð við dyrnar og opnaði þær. Jeg gekk að sæti mínu og »stúderaði« rjefta-listann; þjónn stóð á bak við hverja fimm borðgesti og þjónaði með mik- illi kurteisi. Var sex sinnum skift um diska, og mátti um þrent velja við hvern disk. Síðast var kaffi. Spurði þá þjónninn, hvort maður hefði fengið nægju sína, og við játandi svar sneri hann stólnum frá borð- inu, svo ganga mátti beint af augum, án þess að troða sjer milli stólanna. Þegar maður kom að glerhurðinni fyrir salnum, opnaði dyravörðurinn hana og rjetti að hverjum útganganda lítinn tannstöngul úr fjaðralegg, í glæru »kramarhúsi«, og blaðið, sem út kom á hverri nóttu, með frjettum bæði úr hinum gamla og nýja heimi, og sögum og myndum. Jeg fór svo upp í reykingasal og las blaðið. KI. 10 — 11 ljek ágæt hljómsveit niðri í borðsal fyrir þá, sem hlusta vildu. Var hægt eftir mikilli leikskrá að velja, ef eitthvað var sjerstakt, sem mann fýsti að heyra. — KI. 11 var borið um nautakjötsseyði, með ljettu brauði; var það borið um kring í salina eða út um þilförin og drukkið þar, sem menn stóðu. Kl. 12 J/2 var aftur rokna mál- tíð (Iunch), samskonar og morgunverðurinn, en með breyttri rjetta-skrá. Á undan þessum hádegisverði tók jeg mjer kyrláta stund í klefa mínum og las þá Rómverjabrjefið. — Kl. 4 var borið te um kring, með smurðu brauði, og kl. 6V2 var miðdegisverður (dinner) og var mest í þá máltíð borið. Borðin voru skreytt blómum og var alt viðhafnarmikið sem í stórveitslu. Á undan þeirri máltíð las jeg í einrúmi kafla úr Jóhannesar-guðspjalli. — Svo kl. 8-9 var hljóðfæra- sláftur. í hljómsveitinni voru 8 menn. — Um kl. 10 var borið um kring ostur og kex, með ávaxtamauki, og var það kvöldbítur handa þeim, sem voru á fót- um. Kl. 111/2 var slökt í sölunum, og þeir, sem Iengst voru á fótum, gengu til svefnklefa sinna. Jeg endaði daginn með því, að lesa kapítula úr Davíðs-sálmum. Þannig liðu dagarnir. Jeg naut lífsins, og hefur mjer sjaldan liðið betur. — Annan daginn var stormur all- mikill, og velti hafið stórum öldum beint á skips- hliðina og olli þungri, en hægri veltu. Um morgun- inn, eftir fösturof (morgunverð), fór jeg upp á 4. þil- far og settist við lestur; eftir litla stund fjekk jeg lítilsháttar svima. Mjer datt í hug byrjandi sjóveiki, og hugsaði að all-fróðlegt mætti það vera, að fá sjóveiki fyrsta sinn á stærsta skipinu, sem jeg hefði haft far með, en því miður hvarf þetta eftir litla stund og jeg kendi mjer ekki meins síðan, en þann dag voru þó nokkrir sjóveikir, þar á meðal ungi maður- inn, sem jeg hafði hugsað mjer að kynnast. Sæti hans var autt við borðið. Jeg spurði frænda hans eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.