Óðinn - 01.01.1936, Síða 80

Óðinn - 01.01.1936, Síða 80
ðó ÓÐINN milli. Skifta þeir því landinu í tóma ferhyrninga, sem eru eina mílu á hvern veg, en í hverri mílu eru 1609 metrar. Hverjum þessum fermílum er skift í fjórar jarðir. Hver jörð er vel umgirt með girðingum af als konar gerð. Það var auðsjeð, að Oscar var búmannsefni, hafði hann glögt auga fyrir raektun landsins og mannvirkj- um. Hann kallaði girðingarnar fence (frb. »fens«) og nenti jeg ekki að leiðrjetta hann alt af. Sjera Björn hafði verið stundum að stríða mjer á því, að ef jeg væri lengi þar vestra, mundi jeg smitast af vestur-íslensk- unni, en jeg talaði svo hreina íslensku sem best jeg kunni og forðaðist líka dönskuslettur þær, sem al- gengar voru í Reykjavíkur-málinu. — Nokkrum dög- um eftir þetta ferðalag með Oscari, vorum við sjera Björn að aka eitthvað út í sveit. Við fórum framhjá prýðilegri girðingu, og varð mjer þá á að segja: »En hve þetta er fallegt »fens««. ]eg tók eftir því þegar, er þetta hafði hrotið mjer af munni, og vonaði að sjera Björn hefði ekki tekið eftir því, en það hafði hann gjört og Ijet mig nú óspart heyra, að fljótt væri málið farið að spillast hjá mjer. ]eg hugsaði mjer að hefna mín, og nokkrum dög- um seinna ætlaði jeg að ganga út í bæ rjett fyrir utan Minneota og heimsækja tvo pilta, er jeg hafði kynst, og voru kallaðir Stóns-bræður. Sjera Björn spurði mig, hvort jeg mundi rata þangað. ]eg sagði mjög alvarlega: »]á, jeg geng bara beint eftir »ród- inni«, þangað til jeg kem að »rivernum«, og þar fyrir handan er hvítt »skverhús«, þar sem drengirnir »lifa««. Sjera Björn rak upp stór augu og sagði: »Hvar hefur þú Iært þetta?« — »]eg hef pikkað það upp hjá drengjunum*, sagði jeg, og svo varð úr þessu hlát- ur. — Nú mega menn ekki halda, að svona sje talað hjá Vestur-Islendingum, en enskuslettur koma fyrir á stangli einstaka sinnum, og má þá setja það saman, svo að úr verði tóm málleysa. Mjer þótti afar-yndislegt að vera þarna, því að fólkið bar mig á örmum sjer. Vænt þótti mjer um að hitta þar Þórð Þórðarson lækni, skólabróður minn. Hann útskrifaðist úr Latínuskólanum í Rvík, er jeg hafði verið einn vetur í skóla, og síðan fór hann til Ameríku og stundaði þar læknisfræði. Var hann læknir í Minneota og í afhaldi miklu hjá fólki, bæði Islend- ingum og annara þjóða mönnum. Hann hafði mist konu sína og átti tvö börn. William hjet sonur hans, stórgáfaður drengur, 12 ára að aldri. Læknirinn hafði ekkert húshald sjálfur, og var Willi hjá konu, sem hjet frú Quðrún Anderson, ekkja vel metin, og veitti honum, ásamt sonum sínum, besta uppeldi. — Þórður læknir, og sonur hans, koma síðar við sögu mína. Dagarnir liðu fljótt og komið var fram undir jól. En jeg gat ekki fundið á mjer, að jólin væru að nálgast; almanakið stóð fast á því, en sólskinið, hin alauða jörð og hinn langi dagur neituðu því að skammdegi væri og jól rjett fyrir dyrum; sólargangur 9, ef ekki 10, kl.st. — En svo runnu jólin upp. Mið- vikudaginn 24. des. var aðfangadagur. ]óla-annir að vísu, en öðruvísi en heima. Fólk, þar til ætlað, var önnum kafið að skreyta kirkjuna, og var þar stórt jólatrje. Glaða-sólskin var allan daginn, fram undir kl. 6, svo hvarf sólin og eftir fáar mínútur var komið niðamyrkur. Ekkert rökkur, svo að segja. Svo byrjuðu jólaklukkurnar að hringja frá hinum þremur kirkju- turnum: íslensku, norsku og kaþólsku kirkjunni. Fólk fór að streyma, hver í sína kirkju, eldri og yngri, hátíðarklætt. I St. Páls-kirkjunni var íslenski söfnuð- urinn nær því með tölu. í kring um jólatrjes-fótinn voru dyngjur af pökkum. Fyrst var sunginn jólasálmur og beðin bæn. Svo komu nokkrar hvílklæddar smá- stúlkur, 5 — 8 ára, og röðuðu sjer í kórnum; síðan sungu þær eitt jólavers, og svo mæltu þær fram, hver eftir aðra, sitt jólaversið hver eða ritningarorð. — Þar næst kom drengjaflokkur og gerði eins; allir voru glaðir að hlusta á þessar fögru barnaraddir. Alt fór fram með mestu ró og reglu. Svo talaði sjera Björm nokkur orð og las jólaboðskapinn. Svo var aftur sunginn jólasálmur, og síðan var byrjað að lesa upp utanáskriftir pakkanna. Það er siður, að menn leggja jólagjafir sínar undir jólatrjeð, og allir fá sínar jóla- gjafir í kirkjunni, frá ættingjum og vinum. Allur söfn- uðurinn var sem ein fjölskylda, engum var gleymt. ]eg fjekk fína bók, meðal annars, frá Emil syni prests- ins. — Eftir þessa athöfn átti jeg að segja nokkur uppbyggileg orð til barnanna, því þessi athöfn var sjerstaklega jóla-athöfn fyrir börnin. — Svo var endað með söng og bæn. ]eg gekk heim á Ieið eins og í leiðslu; gekk all- langan krók til að vera einn og hugsa heim. Himin- inn var alheiður, en miklu dimri en hjer heima, af því að minna ljósbrot er í loftinu, og stjörnurnar skinu enn þá skærara; það var ekkert tunglskin, en Venus skein frán og fögur sem lítil sól á suðvestur-himninum, og minti á Betlehems-stjörnuna. Karlsvagninn og norðurstjarnan stóðu lægra á lofti en hinar, en Orion og Sirius stóðu hærra á suður- Ioftinu. Það voru engin fjöll að takrparka sjóndeildar- hringinn. Á jólamorgni vaknaði jeg við það, að sólin skein
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.