Óðinn - 01.01.1936, Side 86

Óðinn - 01.01.1936, Side 86
86 Ó Ð I N N »Enda er það ekki að furða, því að hann er kominn alla leið norðan frá íslandi, þar sem oft er um 80° fyrir neðan núll (á Fahrenheit), en það er hjer um bil 62° á Celsius*. Ennfremur stóð þarna, að það væri mikill hugur í fólki á Islandi að fara til Ameríku, og hefðu á síðasta ári farið 10,000, og setst að í Montreal. — Margt fleira stóð þessu líkt. — ]eg fór að hugsa um, hvernig á þessu gæti staðið, og svo fann jeg út, hvernig í þessu mundi liggja. ]eg hafði setið framarlega á hinum stóra palli, og rjett fyrir neðan mig sátu blaðamennirnir. Aður en fundurinn byrjaði, sat jeg í sæti mínu og var að tala við hjón frá Tyrklandi, er sátu við hlið mjer; samtalskliðurinn í salnum var eins og brimhljóð að heyra. Þau voru að spyrja margs frá íslandi. Svo hefur einhver blaða- maðurinn, er sat fyrir neðan, heyrt glefsur úr sam- talinu, og soðið svo saman »frjettir* sínar. ]eg man að þau spurðu, hvort ekki væri kalt á íslandi, og sagði jeg þeim hið sanna frá því, og gat þess, að í Reykjavík væri sjaldan yfir 8° undir núlli á Fahren- heit, en það eru 14—15° á Celsius. — Nú hefur blaðamaðurinn heyrt mig segja »eight below«, og ekki skilið í að ekki væri meira frost en það á sjálfu Is- landi, og smelt svo »eighty«. — Við töluðum saman um Islendinga í Ameríka, og sagði jeg, meðal annars, að jeg hefði heyrt, að það mundu vera nálægt 10,000 íslendingar í Winnipeg, en jeg man ekki effir að við mintumst á Montreal. — Mjer þótti óþolandi að hugsa til þess, ef landar mínir sæju þessar vitleysur, og mættu þá halda sitthvað um sannsögli mína, og tók mjer þetta nærri, því að jeg þekti þá ekki blaðamanna- lýðinn. Svo um nóttina skrifaði jeg dálitla leiðrjett- ingargrein, og fór með hana á skrifstofur blaðsins; var mjer þar vel tekið, og lofað að greinin skyldi birtast, með afsökun, næsta dag, og það var gert. Sunnudaginn næstan eftir nýár, síðasta dag fund- arins, var jeg á gangi úti á götu, og var að reykja. Þá mætir mjer hár og gildur maður, og ávarpar mig: »Eruð þjer einn á þessum stóra fundi?« Hann gat sjeð það á merki, sem fundarmenn báru. — »]á«, svaraði jeg. — »]eg hjelt, að þar væru bara Guðs börn«. — »En háldið þjer það ekki lengur?« spurði jeg. — »Nei, jeg sje að þjer eruð það ekki«. — »Nú, af hverju dragið þjer það?« spurði jeg. — Hann benti á vindilinn. — ]eg spurði, hvar það stæði í biblíunni, að Guðs börn mættu ekki reykja. — Hann sagði, að það stæði hvergi, en það væri synd. ]eg vildi vita, í hverju syndin væri fólgin. Hann sagði, að það væri eyðsla, og væri betra að gefa peningana til fátækra eða til trúboðsins. — ]eg sagði, að það væri satt. — Svo sneri jeg mjer alt í einu að hon- um og tók í loðkápuna hans. Hann var í ákaflega fínni loðkápu úr dýru skinni. ]eg sagði: »]eg efast ekki um að þjer sjeuð Guðs barn, en undarlegt þykir mjer að sjá Guðs barn í svona dýrri loðkápu*. — Hann sagði, að menn yrðu þó að ganga almennilega til fara. — »]á«, svaraði jeg, »en þjer gætuð vel not- ast við ódýrari kápu. Þessi hefur víst kostað um 500 dollara, og fá má kápur ágætar fyrir 100 doll., og svo mætti gefa fátækum eða kristniboðinu mis- rnuninn*. — Það kom hálfgert fát á hann, og kvaðst hann aldrei hafa sjeð þetta í þessu ljósi. Svo töluðum við saman rækilega um takmörk nautnanna. Við skild- um sem bestu vinir. — Á mánudaginn, þann 5. janúar, fóru fundarmenn alment að fara heim á leið. Þegar búið var að borða morgunverð, var oss færður nokkurs konar reikningur á mjög skrautlegu eyðublaði. Á honum stóð: »Þökk fyrir veruna. O. K.« — og svo kveðja frá bæjarstjórn- inni. ]eg vissi ekki hvað þetta »0. K.« þýddi, og spurði vin minn sjera Drach; hann útskýrði það fyrir mjer. ]eg lagði af stað norður með lest kl. 10, og var hún á Ieiðinni allan daginn. Nú hafði jeg engan ferðafjelaga. Um kvöldið fjekk jeg ákaflega mikinn höfuðverk, var dauðþyrstur og leið líkamlega mjög illa. ]eg drakk ísvatn, en ekkert dugði. — ]eg náði í sölumanninn á lestinni og spurði, hvort jeg gæti ekki fengið sódavatn eða límonaði. Hann sagði, að engar drykkjarvörur af neinu tægi væru til sölu; hann bauð mjer ísað vatn, en jeg kvaðst hafa reynt það. Svo fór hann, en eftir örlitla stund kom hann aftur og færði mjer stóra appelsínu, og bauð mjer hana á svo fallegan hátt, að jeg mátti til að taka við henni og þræla henni niður í mig, þrátt fyrir bragðið. Hún var safamikil og jeg hrestist við hana alveg ótrúlega mikið, og höfuðverkurinn fór að hverfa. ]eg vildi borga hana, en hann vildi ekkert taka fyrir hana. Við áttum svo langt samtal, og var hann hinn skemtilegasti piltur. — Þegar jeg sagði vinum mínum í Minneota frá þessu, sögðu þeir, að jeg hlyti að hafa mikla mannhylli, því að aldrei hefði það heyrst, að »trainboy« (sölupiltur á lest) gæfi nokkrum manni nokkuð, heldur okruðu á því, sem þeir hefðu til sölu. — Á þrettándanum síðdegis kom jeg svo heim til Minneota, og fanst mjer, að jeg hefði auðgast mikið á þessari ferð. Mjer hafði líka farið fram í enskunni, af því að jeg hafði engan landa til þess að tefja fyrir mjer.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.