Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 89

Óðinn - 01.01.1936, Blaðsíða 89
Ó Ð I N N 89 sjera Friðrik einkum við vígslu sína, sem hann lýsir á fagran og áhrifamikinn hátt, og kemur þar eftir- minnilega fram eitt af höfuðeinkennum hans — vægðarlaus ábyrgðartilfinning, svo sem í þessum orð- um: »Fram í skrúðhúsinu vorum vjer færðir í hið hvíta klæði, rikkilínið; mjer óaði að hugsa til þess grandvarleiks, hreinleika og einlægni, sem mjer fanst það tala til mín um; hvernig mundi jeg geta lifað þannig óaðfinnanlega flekklaust í öllum greinum. — Prestaskrúðinn er afar-strangur í prjedikun sinni og gengur nærri sál og samvisku*. — Væru þeir, sem opinberar stöður skipa, alment sjer jafn ákveðið með- vitandi sinnar ábyrgðar, yrði minni óskapnaður á sviði siðferðismála, lagagæslu og landstjórnar. Margt frásagnarvert dreif á daga sjera Friðriks þau árin, sem hjer er lýst, eftir að hann var prestur orðinn. Má þar nefna ferð hans á kristilegt norrænt stúdentamót í Leckö (Leckey) í Sviþjóð, fyrirlestra- ferð hans víðsvegar um Danmörku í þágu kristin- dóms-starfsemi hans, og þátttöku hans, fyrir Islands hönd, í Alþjóðafundi Kristiiegs fjelags ungra manna í Kristjaníu. Var hann á þeim ferðum öllum samvist- um við marga andlega leiðtoga á Norðurlöndum, og víðar að, og kann margt eftirtektarvert frá þeim að segja. Dr. John R. Mott, stúdentaleiðtoganum alkunna, sem staddur var á Kristjaníu-fundinum, lýsir hann t. d. á þessa leið: »Meðal þeirra, sem töluðu, var John R. Mott, ungur maður, sem á vegum kristilegu stúdentahreyfingarinnar hafði farið kring um hnöttinn og heimsótt fjölda af háskólum. Var nær því alstaðar stór vakning meðal stúdenta, hvar sem hann kom. Hann talaði fyrir hönd stúdentanna og brá svo við, að hjá honum skildi jeg nær því hvert orð, sem hann sagði. Það gekk sem rafstraumur gegn um alla, eitt- hvert seiðmagn, sem gekk út frá persónu hans, fremur en frá orðum hans. Þá var hann að eins 37 ára«. Til skýringar má geta þess, að sjera Friðrik kveðst mjög lítið hafa skilið í ensku, en á þá tungu mælti dr. Mott. Frásögn sjera Friðriks verður bæði fjölbreyftari og skemtilegri fyrir það, að inn í hana fljettar hann ósjaldan gamansamar athugasemdir, og tilgerðailausar en skáldlegar náttúrulýsingar, eins og þessa á Tröll- hettu fossinum í Svíþjóð: »Vjer komum til Trollháttan, og nú gat jeg betur en áður notið þess, að sjá hið hrikalega straumfall. Það er tröllaukið mjög. Jeg stóð þar eins og í leiðslu langan tíma. Niðurinn og dun- urnar yfirgnæfðu öll önnur hljóð. Jeg horfði niður í stórstreymið, þar sem jeg stóð á brúnni, og alt í einu varð straumurinn og dunur hans að stórkostlegu undir- spili við kvöldsönginn frá Leckey. Þessar setningar úr sálmi Ingeman’s ómuðu í sífellu fyrir eyrum mjer: »Tider skal komme | Tider skal henrulle I Slægt skal fölge Slægters Gang« (sbr. »Kynslóðir koma, kynslóðir fara* o. s. frv. í íslensku þýðingunni). Og jeg horfði á hverja dynbáruna rísa, velta áfram og hverfa, og aðrar koma í hennar stað. Mjer fanst jeg heyra nið aldanna og áranna í æfi mannkynsins, í gangi kyn- slóðanna niður að ósi eilífðarinnar. Það varð mjer að stórfenglegri sýn og prjedikun, sem jeg síðan hef fengið endurtekna ávalt, er jeg stend við stóran foss*. Að rithætti eru »Starfsár« sjera Friðriks því með sömu einkennum og »Undirbúningsárin«; hispursleysið og einlægnin sitja þar í hásæti, en yfir allri frásögn- inni hvílir alúðarblær hins ástúðlega persónuleika höf- undarins, sem aflað hefur honum mikilla ástsælda. Stórhuga, en auðmjúkur, sækir hann fram að settu marki, felandi Guði framtíð starfsins og ávexti; og sú trú hans ljet sjer aldrei til skammar verða. Máttur þeirrar trúar, »sem flytur fjöll«, er stóru letri skráður í sögu sjera Friðriks, í dæmum — staðreyndum — sem »spekin kalda* (eins og sjera Matthías orðaði það) fær eigi sniðgengið með axlayftingu eða háð- brosi einu saman. Úr „Sameiningunni" 1934. Brot innan úr gömlum kvæðaflokki. (Kvæðaflokkur þessi heitir: „Sumardraumar á Sjálandi" og er nokkuð langur; átti að koma f heilu lagi, en hefur verið látinn víkja fyrir öðru efni í síðari hluta ritsins. Það, sem hjer birtist, er því að eins sundurlausar glefsur). Stökur. Mig er að dreyma. Lífið líður. Liðið gleymist. Nýtt fer hjá. Þessi heimur, hann er víður, hægt að sveima til og frá. Á jeg að vera, eða fara? Ár hvert fer í súginn hjer. Ur að skera eða svara erfitt gerist fyrir mjer. Viljinn reikar. Vandast leikar. Vonum skeikar. Þær jeg finn dauðar feykjast, visnar, veikar. Vofur bleikar gægjast inn. Hvert skal ganga? Hvaða leiðir? Hvelin fagurskær og blá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.