Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 3
\
3
sjerstaklega fyrir hið íslenzka bókmentafjelag. £>etta
er líka það, sem liggur oss næst.
líasmus Kristján ltask fæddist, eins og jeg áður
hefi sagt, 22. nóv. 1787 í þorpinu Brændekilde á
Fjóni, rjett hjá Odense. Faðir hans var greindur
almúgamaður, nærfarinn um lækningar og betur
mentaður en alþýða manna. Hann hafði áður átt
tvo sonu stóra og sterka, en þeir dóu á unga aldri.
þ>essi sonur, sem nú fæddist, var lítill og veikluleg-
ur, og er sagt, að faðir hans hafi sagt, þegar hann
sá hann: ,,{>að sem nokkur dugur var í, tók drott-
inn frá mjer, en lætur mig halda því, semær ónýtt“.
En þegar drengurinn óx upp, komst faðir hans brátt
á aðra skoðun. J>að fór snemma að bera á mikl-
um sálargáfum hjá drengnum ; hann var snemma
hneigður fyrir bókina og las allt, sem hann l^omst
höndum undir. J>að vildi svo vel til, að faðir hans
átti töluvert bókasafn, og færði drengurinn sjer það
vel í nyt.
Árið 1801 komst Rask í latínuskólann í Odense.
Hann tók brátt góðum og miklum framförum, því
að gáfurnar vóru framúrskarandi og iðnin og ástund-
unin eptir þvf. f ó lagði hann ekki eingöngu stund
á þær námsgreinir, sem kenndar vóru í skólanum.
Hann fór þá þegar að fást við íslenzku, og má því
segja um hann, að „snemma beygist krókurinn
sem verða vill“. Hann fjekk fyrst íslenzka bók að
láni hjá einum af kennurunum og reyndi að kom-
ast fram úr henni tilsagnarlaust og hafði þó ekki
neina orðabók nje málmyndafræði. petta var um
vorið 1804. Um það leyti sá hann fyrst Heims-
kringlu hjá einum af skólakennurunum og fjekk að
1*