Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 8
8
kennt honum íslenzku um þessar mundir og er það
ekki ólíklegt1. Víst er það, að Rask hjelt af kappi
áfram íslenzkunámi sínu, og að tveim árum liðnum
(i8og) fór hann að láta prenta hina íslenzku mál-
fræði sína. Hún kom þó ekki út fyr en 1811, og
mun jeg síðar minnast betur á hana. Um þetta
leyti var honum og falið á hendur að hafa umsjón
með útgáfunni á orðabók Bjarnar Halldórssonar, og
átti hann að bæta við danskri þýðingu allra orða,
því að Björn hafði að eins þýtt á latínu. Við þetta
verk naut hann aðstoðar ýmsra íslendinga. Sig-
urður Bjarnarson Thorgrímsen2, sem siðar varð land-
fógeti, og Sigurður Gunnlaugsson stúdent3 hjálpuðu
honum með fyrri part orðabókarinnar, en Ásgeir
Jónsson Stadfeldt með síðari partinn4. f»ó var ekki
verkinu lokið til fulls, þegar Rask fór til íslands
1813, og tóku þá við af honum þeir frændur Jón
Finsen (son Hannesar biskups, faðir Hilmars Fin-
sens) og Finnur Magnússon, sem þá vóru nýkomn-
ir af íslandi (1812), og sáu um útgáfu þess, sem ept-
1) Árni virðist hafa verið hinn fyrsti Islendingur, sem Eask
batt vináttu við. J>eir vóru orðnir aldavinir, þegar Árni fór
heim 1808. Vinátta hans og Bjarna Thorsteinssonar byrjaði
1809, eptir því sem Bjarni segir sjálfur í æfisögu sinni, sem
sonur hans, landfógeti Árni Thorsteinsson, hefir góðfúslega
skýrt mjer frá. Ári síðar (1810) urðu þeir Grímur Jónsson og
Hask vinir, sem sjá má af brjefi Kasks til Gríms, dags. 4. apr.
1810. En eflaust hefir fyrsta viðkynning Kasks bæði við Bjarna
og Grím verið eldri.
2) Tók danskt lögfræðingspróf árið 1811. Engelstoft, Univ.
og Skoleannaler 1811, II, 229. Tímarit bmfjel. III, 282.
3) Gó i Kaupmannahöfn 1814. Espólíns Árb. XII, 93.
4) Asgeir hefir verið samtíða Kask á Garði. Hann tók exa-
men artium 1809 (Engelstoft, Univ. og Skoleann. 1809) og
flekk 6arð sama ár. Hann var son sjera Jóns Ásgeirssonar,
síðast prests í Nesþingum. Varð síðan sorenskrifari í Noregi.
Sjá Lögfræðingatal M. Stephensens í Tímariti bmfjel. III, 210.