Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Síða 9
9
ir var af báðum pörtunum1. J?á (1812) kynntust
þeir fyrst Finnur Magnússon og Rask og urðu brátt
aldavinir2. J>etta var eina orðabókin yfir óbundna
ræðu íslenzka, sem menn höfðu við að styðjast,
þangað til orðabækur þeirra Eiríks Jónssonar, Fritz-
ners og Möbius’ar komu út á árunum 1863—1867.
Jafnframt þessu hafði Rask fyrir stafni önnur vís-
indastörf enn þá yfirgripsmeiri. Hann fór að grennsl-
ast eptir uppruna íslenzkunnar. Vísindafjelagið
danska hafði heitið verðlaunum fyrir ritgjörð um
þetta efni, og var það hvöt fyrir Rask til þess að
semja slíka ritgjörð. í því sltyni fór hann að leggja
stund á mjög mörg önnur mál afhinu mesta kappi,
og lagði þar með grundvöllinn til hinnar miklu tungu-
málakunnáttu sinnar. Merkilegt er það, að íslenzk-
an varð þannig helzta tilefnið til þess, að hann fór
að fást við önnur mál, enda segir hann sjálfur í
brjefi einu um þetta leyti: ,.íslenzkan hefir verið
aðal-uppspretta og fyrsta undirrót margra og marg-
víslegra hugmynda hjá mjer; það má jafnvel segja,
að allflestar hugmyndir, sem jeg hefi haft, eigi rót
sína að rekja til hennar. J>ess vegna hefi jeg mjög
miklar mætur á þessu máli fremur öðrum málum“.
1) Espólín, Árb. XII. 59. Björn Halldórsson, Lexicon, bls.
IX.
2) Pinnur Magnússon hafði tvisvar áður verið i Kaupmanna-
höfn, en var á íslandi árin 1800—1812. Ný Ejelagsrit 1844, V.
bls. í safni bókmentafjelagsins í Kaupmannnahöfn, nr. 94,
4to., eru mörg brjef frá Einni til Rasks frá árunum 1816 til
1822, og lýsa þau einlægum vinarhug. Á þeim sjest meðal
annars, að Rask hefir beðið Finn fyrir bókasafn sitt, þegar
hann fór austur. Líka las Finnur ásamt próf. Nyrup prófark-
ir af riti Rasks um uppruna ísl. tungu (sjá formála þessa rits,
bls. VII) og er mikið um það í brjefum Einns til Rasks. Ann-
ars eru þau brjef merkilegri fyrir æfisögu Finns en fyrir æfi-
sögu Rasks.