Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 28
28
an af fyrir sjer. Optar en einu sinni var honum
boðin góð staða erlendis, en það vildi hann aldrei
Þiggja- Orðtæki hans var: „Ættjörðu sinni er
hver maður skyldugur um allt það gott, sem hann
getur í tje látið“. Arið 1825 var hann gerður að
prófessor í bókmentasögu, og gert að skyldu að
halda fyrirlestra, en engin laun fylgdu þessu em-
bætti. Loksins fjekk hann, tæpu ári áður en hann
dó, þá stöðu, sem hann helzt vildi, en það var pró-
fessorsembætti í austurlandamálum. J>að var ekki
furða, þó að þessi meðferð hefði ill áhrif á geðs-
muni hans, með því Hka að hann var heilsulítill.
Hann varð hálfgeðveikur, og lýsti það sjer mest í
tortryggni og ímyndun um, að flestir menn vildu
ofsækja sig og gera sjer illt. Rjett áður en hann dó,
lagaðist þetta samt, og hann varð aptur blíður og
góður, eins og hann hafði átt að sjer1.
Samt var hann aldrei iðjulaus. Á þeim 9 árum,
sem hann lifði eptir þetta, gaf hann út nýjar mál-
fræðisbækur í 7 málum, og að auki endurbætta út-
gáfu af hinni engilsaxnexku málfræði sinni og ágrip
af íslenzkri málfræði, sem að sumu leyti er full-
komnari en hinar fyrri bækur hans um sama efni.
Enn fremur gaf hann út stóra rjettritunarfræði
danska, og vildi hann taka upp alveg nýja danska
rjettritun, lagaða eptir framburði, en það mætti
mikilli mótspyrnu og varð úr því ákaft pennastríð,
1) N. M. Petersen segir, að það hafi fyrst farið að bera á
þessari tortryggni Kasks í Indlandsferð hans, þegar hann var
orðinn veikur, og kennir sjúkleika hans um það. En þó lítur
svo út, sem þetta hafi átt sjer dýpri rætur i skaplyndi Rasks.
í brjefum Rasks frá íslandi til Bjarna Thorsteinssonar er ým-
islegt, sem lýsir þvf, að hann þá þegar hefir borið vísi þessar-
ar lyndiseinkunnar í hjarta sjer, en síðar ágerðist þetta við
ejúkdóm og ýmislegt andstreymi.