Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Side 33
33
1830), og gerir lítið úr þeirri hjálp, sem þeir
hafi veitt Rafni við útgáfur hans.
Um þessar mundir hafði verið mikið uppþot í
hinu norræna fornfræðafjelagi út úr ritdómnum góða
og ýmsir fleiri menn flækzt inn í þessa deilu. Jeg
skal ekki fara út í það mál, því að það snertir svo
lítið samband Rasks við ísland, en að eins geta
þess, að Rafn kom með þá uppástungu á stjórnar-
fundi í fornfræðafjelaginu n. apríl 1831, að velja
milli sin og J>orgeirs Guðmundssonar, hvor þeirra
skyldi vera kyr í fornritanefndinni; annarhvor yrði
að rýma, því að sjer væri ómögulegt að vinna leng-
ur með ]?orgeiri; hann væri sannfærður um það, að
porgeir hefði átt þátt í ritum þeim, sem hefðu kom-
ið út móti sjer og fjelaginu. þorgeir bar það af
sjer, en ljet að lokum til leiðast að ganga sjálfvilj-
ugur úr nefndinni, ef hann fengi 200 rd. árlega
þóknun í 5 ár, sem nokkurs konar bætur fyrir þann
tekjumissi, sem hann hefði af þessu. f>etta var
samþykkt á fundi fjelagsins daginn eptir, og vóru
2 menn kosnir í nefndina í stað þeirra þorgeirs og
J>orsteins Helgasonar, sem var farinn til íslands, og
var svo á litið, að hann þar með væri genginn
úr nefndinni. Rask og Finnur Magnússon urðu fyr-
ir kosningu í stað þeirra þ>orgeirs.
f>að má nærri geta, að Baldvin þætti vinir sínir
sárt leiknir bæði í hinum nýja ritlingi Rasks og af
fornfræðafjelaginu. Hann skrifar nú annan ritling,
miklu lengri og svæsnari en hinn fyrri og annars
búinn sömu kostum og ókostum. f>essi ritlingur
heitir : „Gensvar mod gensvar, eller student Bald-
vin Einarsson imod prof. R. Rask, tilligemed et
anhang om forhandlingerne i de 2 sidste moder i
det kongelige nordiske oldskriftselskab“. J>að er
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. IX. 3