Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 39
39
Baldvins1, og það mátti með sanni segja, að sjald-
an hefir ísland beðið meira tjón en í fráfalli þessara
tveggja manna.
Rask ljet eptir sig nokkrar eigur, einkum í bók-
um og handritum, og erfðu það systkin hans. Bróð-
ir hans gaf flest af handritum hans hinum dönsku
bókasöfnum, en brjef íslendinga til Rasks gaf hann
hinu íslenzka bókmentafjelagi ásamt nokkrum brjef-
um Rasks til íslendinga.
Rask var lítill maður vexti, manna hvatlegastur
og snarlegastur á velli, fljótur á fæti, hár og skegg
mjög ljóst eða nærri því hvítt, augun snör og skarp-
leg. Hann hefir víst verið líkur á vöxt og Svein-
björn Egilsson, að minnsta kosti er þeim jafnað
saman í smásögu einni, sem skólakennari Steingrím-
ur Thorsteinsson hefir sagt mjer. J>egar Rask kom
út í Reykjavík, mun Sveinbjörn hafa verið hjá
fóstra sínum Magnúsi Stephensen. Sjómaður nokk-
ur flutti þangað fregnina um komu Rasks. Svein-
birni var forvitni á að vita, hvernig hann væri í
hátt og spurði manninn að því. Maðurinn svaraði:
.„Hann er lítill og væskilslegur líkt og þjer.“
Sveinbjörn Egilsson orti annars erfiijóð eptir Rask
bæði á íslenzku og latínu2 og sama gerðu fleiri
skáld, t. a. m. Ogmundur Sigurðsson og Jón Espó-
lin3.
Að lokum skal jeg reyna að gjöra mönnum ljóst,
1) Bjarni Thórareusen, Kvæði, bls. 157.
2) Ljóðmæli Sveinbjarnar bls. 45 og 272.
3) Skírnir 1833, bls. 98,1834, bls. 104. Jón Espóiín orti einn-
ig kvæði til itasks, meðan hann lifði, og er það prentað í Sagna-
blöðum X. 62. Kvæðið er ort í anda Eddukvæðanna og er
mjög snoturt.