Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 51
51
•
inn 1816—1817. Hann hvetur menn þar til að
þreytast ekki á að gefa árlega til fjelagsins, þó að
þeir fái ekki bækur fyrir tillagið—sjálfur styrkti
hann fjelagið af fátækt sinni með rausnarlegum
gjöfum. Upphaf og niðurlag þessa ávarps lýsir
svo vel hugarþeli Rasks til Islands, að jeg skal
leyfa mjer að lesa það upp :
„ J>ar eð þetta er það fyrsta númer af þeim blöð-
um, sem bókmentafjelagið útgefur, get jeg ekki af
mjer setið hjer með opinberlega að láta í ljósi það
hjartanlegasta þakklæti til allra þeirra, sem fyrir
mín orð hafa stofnað það og styrkt svo rausnarlega,
að það er bezta von, það verði íslandi að gagni og
sóma, sem var minn einasti tilgangur og innilegasta
ósk. ]?að var til vonar, að ekki mundu enn allar
dfsir dauðar og ekki mundu íslenzkir búnir að
gleyma sinni lærdómselsku og föðurlandsást nje
sinni virðingu og alúð fyrir sínu móðurmáli, sem
þar frá er óskiljandi.................|>ið eruð það
sjálfir, heiðursmenn og föðurlandsvinir, hver í sinni
stjett, sem hafið byrjað það góða verk, er án yðar
gat ekki einu sinni þenkzt. En ekki er nóg að
byrja. þ>ið verðið einnig að framfylgja yðar eigin
ráðagjörð örugglega. Geri sjerhver það eptir
fremsta megni, og sje ykkar augnamið þar með
—sem jeg er viss um—ekkert annað en íslands
heill og sómi, þá mun góður guð, sem þekkir hvers
manns hjarta og efni, vissulega þar til gefa sína
blessun, að því verði náð, og þið fáið margfalda
gleði fyrir það lítilræði, sem þið hjer til verjið af
góðum huga“.
]?etta var kveðja Rasks frá Stokkhólmi til ís-
lendinga. Áður en hann fór frá Pjetursborg í aust-
urferðina sendi hann Oss aðra kveðju, erfðaskrá
. 4*