Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 84
84
þekkingu, sem á þessum dögum stendur opin flest-
öllum öðrum þjóðum í Norðurhálfunni.
En þó að þjer sjáið eigi enn færi til þess, að þess-
ar bækur mættu þegar á prent út ganga, er ritað-
ar sjeu, þá er þó líklegt og vonandi, að þá er fram
líða stundir, muni fara sem segir i kvæðinu:
með æru mun stríðstíðin endast vönd
og yndisleg rósemd við taka.
Má og þess vænta, að slík verk yrði því meir
keypt, ef þau ætti að lesa'st í skólanum, og þó held
jeg undir eins bændur mundu kaupa þau, ef þau
rituðust í viðfeldnu og vönduðu málfæri, og ekki
yrði eintóm bein, heldur fallegur Kkami, holdi hul-
inn. En ef alþýðunnar smekkur er svo öfugur, að
hún heldur lesi allskonar skröksögur en nytsamleg-
ar fræðibækur, þá mættu og til þess ráð finnast, og
trúi jeg því efalaust að batna mundi, ef Don Ki-
sjottar saga1 (eða önnur þvílík bók) yrði vel útlögð.
Hana veit jeg að vísu, að þeir mundu lesa fegins
hendi, og mundi hún að þeim óafvitandi stórum um-
breyta þeirra smekk eða tilfinningu, engu síður á
íslandi en á Spáni.
þjer sjáið nú framvarp (o: forslag) mitt og erindi
um sinn. Ef yður lizt vel á og þjer ætlið að taka
eitthvað þess háttar fyrir yður, mætti jeg skemá2
hafa þá ánægju að fá yður bækur til þess af háskól-
ans bókasal. í þessu og öllu öðru em jeg yður til
allrar þeirrar þjónustu, er í mínu valdi stendur.
Yðar
R. K. Rask.
1) o: hið fræga rit Don Quijote de la Mancha eptir Mi-
guel de Cervantes Saavedra. IJtg.
2) þannig (= máske).