Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Síða 88
88
Lifið þjer nú manna heilastir og gleymið eigi
yðar
R. K. Rask.
12.
Reykjavík 8. sept. 1813'.
Fáein orð verð jeg þó að skrifa þjer, elskulegi
góði Johnson! þó að jeg hafi mjög lítið næði ogsje
ekki vel fyrir kallaður að skrifa. það verður held-
ur ekki mart frjettnæmt, sem jeg skrifa þjer i þessu
brjefi, en þú verður að láta þá Jón, Bjarna og Finn1 2
segja þjer flest þau tíðindi, sem jeg hefi að skrifa,
og eru þau annars ekki merkileg. Jeg skemti mjer
ágætlega í Noregi, en ferðin þar um land og dvöl-
in kostaði mig alls hjer um bil 400 rdl. Halldór3
fór með okkur til Kristjánssands á minn kostnað,
því að jeg varð var við, að honum leiddist að verða
eptir af okkur, og þar að auki vóru flestir afkaup-
mönnunum farnir á stað og höfðu ekki boðið hon-
um í hópinn. Við fórum ríðandi eins og á íslandi
en vegirnir vóru tíu eða hundrað sinnum betri þar
en hjer4. J>að var gott, að jeg vandist þar dálítið
við að ríða, áður en jeg kom hingað, því að annars
hefði jeg víst hálsbrotnað á fyrstu ferð minni hjer
1) f>etta brjef er að nokkru leyti skrifað á dönsku, sem jeg
hefi þýtt. Útg.
2) 0: Jón Finsen, Bjarna Thorsteinsson og Finn Magnús-
son. Útg.
3) 0: Halldór Thorgrímsen. Útg.
4) J>að er svo að sjá, sem skip það, er Rask var á, hafi kom-
ið við í einhverri höfn sunnarlega i Noregi (Mandal?), og að
farþegarnir hafi farið þaðan landveg til Kristjáussands. Útg.