Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1888, Page 101
Brjef til Rasks
A. Frá Árna Helgasyni.
1.
Breiðholti þann 5. ág. 1817.
Bezti vin!
Ekki kom mjer annað til hugar en þú værir nú
farinn fyrir löngu frá Svíaríki; því hefi jeg ekki með
þeim skipum, sem nú eru farin frá landi, skrifað
þjer. í gær kom jeg í Reykjavík, og þar kom mjer
í hendur þitt elskulega brjef af g. maí í ár—það lá
innan í brjefi frá prófessor Magnússen—jeg meðtók
það í landfógetastofunni; hann og etatsráð ísleifur
Einarsson vóru þar inni—forláttu að jeglýsi þessum
atburði svo ýtarlega, jeg þekkti strax hönd þína, og—í
því jeg þekkti hana—talaði (jeg) þessi fáu og annars
meiningarlausu orð: „Hjer kemur brjef, sem jeg
átti ekki von á“. En eitthvað í róm mínum gerði
það að verkum, að þeir viðstöddu blíndu á mig og
spurðu, hvaðan það væri. Jeg sagði þeim það, og
mjer sýndist þeim finnast til, hvað mjer brá. Nú
las jeg, og efnið hefði mikið á mig fengið, hefði ei
einhver önnur tilfinning haft fyrirrúmið. Hvorugur
grennslaðist eptir efninu eða spurði hið allra minnsta
um þig og þína hagi. Jeg hefði og, þó þess hefði
verið frjett, hvorki getað nje viljað frá því skýra.